Vangaveltur út frá komu Dalai Lama

Það er merkilegt, einmitt nú á þessum tímum, þegar trúleysið hjá mörgum er orðið að ofsatrú, skuli komu Dalai Lama til Íslands, fagnað jafn mikið af almenningi og raun ber vitni.  Fer þó tæpast fram hjá mörgum, að þar fer trúarleiðtogi.  Færri komust að en vildu í Hallgrímskirkju í dag, þegar Dalai Lama kom fram á samtrúarlegri samkomu, ásamt fulltrúum hinna ýmsu trúarhópa í landinu.

Sannleikurinn er sá, að hin langvinna ofbeldislausa barátta Dalai Lama fyrir réttindum þjóðar sinnar á sér trúarlegar rætur.  Ef svo væri ekki, hefði hún fyrir löngu orðið að blóðugri baráttu.  Hið sama gilti um baráttu Gandhis gegn Bretum á sínum tíma.  Og líknarstarf móður Teresu átti sér auðvitað trúarlegar rætur.

Trúarbrögð þessa fólks, búddismi, hindúismi og kristni eiga sér ekki sameiginlegar sögulegar rætur.  Samt eru öll þessi trúarbrögð reist á sama grunninum, eins og raunar gyðingdómur og islam einnig; viðurkenningu á guðlegum mætti og leitinni að samstöðu, virðingu og kærleika.

Hitt er svo annað mál, að trúarbrögð hafa oft verið notuð til að kalla fram ranghverfu sína í mannlegu eðli.  En veitist mönnum ekki stundum hvað léttast, að misnota það, sem fegurst er og göfugast?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það er merkilegt, einmitt nú á þessum tímum, þegar trúleysið hjá mörgum er orðið að ofsatrú, skuli komu Dalai Lama til Íslands, fagnað jafn mikið af almenningi og raun ber vitni.  Fer þó tæpast fram hjá mörgum, að þar fer trúarleiðtogi.
Trúleysingjar geta alveg tekið undir ýmislegt sem Dalai Lama segir enda maðurinn töluvert skynsamari en margir trúarleiðtogar þessa lands.

Matthías Ásgeirsson, 1.6.2009 kl. 23:32

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Trúarbrögð þessa fólks, búddismi, hindúismi og kristni eiga sér ekki sameiginlegar sögulegar rætur.  Samt eru öll þessi trúarbrögð reist á sama grunninum, eins og raunar gyðingdómur og islam einnig; viðurkenningu á guðlegum mætti og leitinni að samstöðu, virðingu og kærleika.
Það er frekar vafasamt að alhæfa að búddismi viðurkenni guðlegan mátt.

Matthías Ásgeirsson, 1.6.2009 kl. 23:33

3 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Það er nokkuð til í því, að vafasamt sé, að alhæfa, að búddismi viðurkenni guðlegan mátt, þ.e.a.s ef við skilgreinum þann mátt samkvæmt trúarhugmyndum gyðinga, kristinna manna og múslima.  Engu að síður telst búddismi til trúarbragða.

Pjetur Hafstein Lárusson, 2.6.2009 kl. 00:05

4 identicon

Mjög góð grein hjá þér og "smekklegt" svar til þess trúlausa.

.........En veitist mönnum ekki stundum hvað léttast, að misnota það, sem fegurst er og göfugast.

Jú, það er svo sannarlega rétt hjá þér.  Trúin hefur ætíð lifað með manninum, "trúarbrögðin" hafa hins vegar þróast eftir leiðum "misvitra" leiðtoga sögunnar,  það er bara eðlilegur þáttur í þroskaferli mannkynsins.  Allt mannkyn stefnir í átt til æðri andlegs þroska.  Oft eru það veraldlegir "hlutir" sem glepja manninn og seinka andlegum þroska hans.  Dalai Lama er nær æðri andlegum þroska en flest okkar.  Hann er nær ljósi almættisins en flest okkar.  Endurholdgun er partur af hans trú og hann hefur oft endurholdgast og náð að þroska sig í hverju lífi upp í þann andlega þroska sem hann hefur öðlast í dag.  Hann er ófeiminn við að tala um Guð eða almættið.Hann "mismunar" ekki ólíkum trúarbrögðum.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 01:49

5 Smámynd: Einar B  Bragason

Góður að vanda ! KV frá Asíu, Búdda er þó skemmtilegur guð, en það erum við líka enda býr guð í sjálfinu okkar.. EBB

Einar B Bragason , 2.6.2009 kl. 05:20

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ekki mótmæli ég því að búddismi teljist til trúarbragða, bendi bara á að það er eðlismunur á búddisma og stóru eingyðistrúarbrögðunum.  Stór hluti búddista trúa ekki á nokkur hindurvitni.

  Dalai Lama er nær æðri andlegum þroska en flest okkar.  Hann er nær ljósi almættisins en flest okkar. 

Hvaða froða er þetta?

Matthías Ásgeirsson, 2.6.2009 kl. 08:56

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Áhugi íslendinga á Lama sýnir hve trúin á sterk ítök í þjóðinni.  Kannski þyrstir hana í andlegan leiðtoga.  Hugsa það bara.  Veit ekki það er líka eins og það sé leyniþráður milli Íslands og Tíbets.

Nú, varðandi Guð, Buddisma og Dalai Lama - þá er það flókið.

Í prinsipinu má segja að enginn sköpunarguð sé í upphaflegum Buddisma.  Budda sjálfur var þögull.   Þetta er flókið.  Í grunninn er eins og Buddismi  leitist við að finna einfaldleikann - Einfaldleika sem ef skoðaður er grannt getur verið afar flókinn !

Dalai svaraði Guðsspurningunni svona:

"The Buddha was silent on the question of God. What about you?
Why did the Buddha not say anything about God? Because he talked about the law of causality. Once you accept the law of cause and effect, the implication is that there is no 'creator'. If the Buddha accepted the concept of a creator, he would not have been silent; everything would have been God!

Who caused the law of causality?
About that, the Buddha would say 'the mind', never God or dharmakaya or even the Buddha himself.

How did the mind come about?
The source of mind is nature. The word that been used for existence is 'interdependent arising'. Talking of God, who created God? There is no point arguing..."

http://www.lifepositive.com/Spirit/world-religions/buddhism/dalai-interview.asp

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.6.2009 kl. 13:58

8 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Ég þakka fróðleg viðbrögð við þessum þönkum mínum.  Vænt þætti mér þó um, að menn héldu sig við móðurmálið á bloggsíðu minni, nema þá um sé að ræða útlendinga, sem geta lesið íslensku, en treysta sér ekki til að skrifa á þvísa máli.

Pjetur Hafstein Lárusson, 2.6.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband