Færsluflokkur: Trúmál

Sálmasöngur í hörmungum

Það var merkilegt að heyra fréttina af íslenska guðfræðinemanum, sem staddur var á Haíti, þegar hörmungarnar dundu þar yfir.  Hann kom þar að, sem ungt fólk, sem safnast hafði saman á íþróttavelli, söng sálma.  Í sjálfu sér er það ekkert undrunarefni; það er ekkert nýtt, að fólk finni Guð, þegar neyðin sækir að.  Það sem var athyglisvert við frásögn guðfræðinemans var það, að þessi sjón vakti hann til umhugsunar um það, hvort hann, sem lært hafði guðfræði í sjö ár, þekkti Guð.

Ég þekki ekki þennan unga mann og ég get ekki sett mig í spor hans, mitt í öllum þeim hörmungum, sem hann varð vitni að.  En viðbrögð hans voru sönn og einlæg.  Auðvitað sakar ekki, að menn leggi fyrir sig guðfræði.  En trúin finnur sér samt sem áður leið að hjartanu, ekki heilanum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband