Dalai Lama á Íslandi

Í dag er Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta væntanlegur til landsins.  Allt frá árinu 1959 hefur hann leitt útlagastjórn Tíbets á Indlandi, en Kínverjar hernámu land hans árið 1951 og báru við fornri stjórn sinni í landinu.  Þar er þó um hæpin rök að ræða; sannleikurinn er sá, að bæði Kína og Tíbet voru í nokkrar aldir undir stjórn Mongóla.  Tilkall kommúnístastjórnarinnar í Peking til yfirráða í Tíbet, er því sambærilegt því, að við Íslendingar mundum leggja undir okkur Færeyjar á þeim forsendum, að bæði löndin heyrðu forðum undir Dani.

Stúdenta- og verkamannaskyttustjórnin í Peking hefur jafnan uppi mótmæli, hvar sem Dalai Lama fer.  Hingað kemur hann frá Danmörku, þar sem hann hitti m.a.a forsætisráðherra Dana, þrátt fyrir mótmæli frá Peking.

Nú bregður svo við, að forsætisráðherra Íslands tekur ekki á móti Dalai Lama, friðarverðlaunahafa Nobels.  Sama gildir um forseta landsins, þennan, sem forðum þóttist standa í alþjóðlegri friðar- og mannréttindabaráttu.  Það er eins og skottið hafi verið fast á milli lappanna á honum síðan í bankahruninu.  Hins vegar munu forseti Alþingis og utanríkismálanefnd hitta Dalai Lama og er það vel.

Tuttugasta öldin skóp af sér mörg fyrirferðarmenni.  En nöfn þriggja andlegra leiðtoga, sem fyrst og fremst störfuðu á síðustu öld, munu sennilega lifa lengur en nöfn hinna, sem byltu þjóðum í blóði.  Hér á ég við Mahatma Gandhi, móður Terusu og Dalai Lama.  Merkilegt er, að öll tengjast þau Indlandi með einum eða öðrum hætti.

Ég held mér sé óhætt að segja, að íslenska þjóðin fagni komu Dalai Lama til landsins, þótt fyrirferðamenni hennar séu flest eins og hænur á priki , bíðandi þess, að haninn gali.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Pétur. Ég gleðst mikið yfir komu þessa höfðingja hingað. Af þessum manni getum við kanski lært eitthvað smávegis um náungakærleika og auðmýkt.

Og sýnt honum virðingu vegna hans andlega þroskuðu hugsjónum.

Ég ætla alla vega að þræða götur hans meðan hann er hér á landi þó háu herrar landsins geri það ekki. það er bara mitt mat á lífsgildunum að hann sé einn af þeim mest virði af öllum leiðtogum.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.6.2009 kl. 00:46

2 Smámynd: HOMO CONSUMUS

Íslendingar eru ekki sjálfstæð þjóð.

ekki einu sinni fullvalda þjóð.

ekki með svona bleyður sem forseta og forsætisráðherra.

(það var nú reyndar löngu vitað hversu ferlega óheiðarlegur Ólafur Ragnar er, - meðal áhugamála hans hefur verið að sinna viðskiptaferðum og hengja Fálkaorður á þjófa ..

veit samt ekki með þessa ,,andlegu" leiðtoga  -

ég held nú td. að það gangi ansi margar tilbúnar goðsagnir um Móður Teresu.

hún er áróðursbragð kaþólsku kirkjunnar, rétt eins og Jóhannes Páll II.

og bæði harðir andstæðingar fóstureyðinga. en það er allt önnur ella ..

 og Gandhi. - hann er nú bara allra merkilegasti leiðtogi sem nokkurn tímann hefur fæðst. 

HOMO CONSUMUS, 1.6.2009 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband