Gengur menntun út á samkeppni?

Nú hefur ný Písakönnun leitt í ljós afleitan árangur grunnskólakerfisins hér á landi.  Ekki skal ég neitt um það segja að sinni, hvað veldur.  En þetta er grafalvarlegt mál.  Viðbrögð ónefnds borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins við könnunni, valda mér nokkrum heilabrotum.  Hann hefur mestar áhyggjur að því, að samkeppnishæfni nemenda (væntanlega þegar þeir koma úr skóla) muni skerðast. 

Ég hélt að Sjálfstæðisflokkurinn aðhylltist einstaklingshyggju.  Ef marka má orð borgarfulltrúans er það misskilningur; það á sýnilega ekki að mennta börn til að auka andlegan þroska þeirra, heldur til að gera þau að vel smurðum tannhjólum í atvinnulífinu.

Vitanlega þarf menntun að hluta til, að auka möguleika nemenda til að afla sér lífsviðurværis.  En þeir möguleikar aukast sjálfkrafa með auknum þroska þeirra.  En ef til vill snýst málið um hina eilífu spurningu: Hvort kemur fyrst, eggið eða hænan?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Lífið er eilíf samkeppni. Ekki bara milli manna eingöngu, heldur líka lífvera.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.12.2013 kl. 21:51

2 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Ja hérna, nú fór í verra.  Ég var að vona að við værum þroskaðri en dýr merkurinnar.

Pjetur Hafstein Lárusson, 5.12.2013 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband