Færsluflokkur: Íþróttir

Hestamannamót á mölinni?

Jónas Kristjánsson fjallar um það á bloggi sínu í dag, að hestamenn séu komnir í hár saman.  Deiluefnið er, hvort halda skuli næsta landsmót hestamanna í Rangárþingi ytra (Hellu) eða í Reykjavík. 

Nú skal játað, að ég er ekki hestamaður.  En einhvern veginn þykir mér, sem hestar og hestamennska tengist meir sveitum en bæjum og borgum,rétt eins og sjávarútvegurinn og umstangið kringum hann er óneitanlega best settur við sjávarsíðuna.  Kannske er þess að vænta, að næsta sjávarútvegssýning fari fram á Hellu.  Skyldu menn þá drösla skuttogurum þangað austur?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband