Færsluflokkur: Mannréttindi

Dapurleg saga úr mannlífinu

Dapurleiki mannlegra örlaga er stundum handan hins skiljanlega.  Nú berast fréttir af hjónum, sem eru á flótta með barnabarn sitt undan barnaverndaryfrivöldum.  Ástæðan mun vera sú, að dóttir þeirra og móðir barnsins, er eiturlyfjasjúklingur og af þeim sökum ófær um að annast barn sitt, sem er þriggja ára gamalt.  Barnið hefur mest alla ævina verið í umsjá móðurforeldra sinna.

Ef marka má fréttir, hefur móðirn ásótt heimili foreldra sinna og af þeim sökum vilja barnaverndaryfirvöld taka barnið af þeim.  Ætla má, að barnið hafi bundist móðurforeldrum sínum tilfinningaböndum, sem og þeir barninu.  Því hlýtur sú spurning að vakna, hvort allra leiða hafi verið leitað, til að barnið fái að vera áfram hjá afa sínum og ömmu.

Nú eru barnaverndaryfirvöld bundin þagnarskyldu og geta því ekki rökstutt sína hlið mála opinberlega.  Samt sem áður er þeirri spurningu ósvarað, hvort móðirin mundi ekki leita eftir samskiptum við barn sitt, hvar svo sem það væri staðsett og hjá hverjum.  Hljóta ekki að finnast einhver ráð, til að forða því, að barnið lendi á tilfinningalegu vergangi, fjarri því fólki, sem hingað til hefur væntanlega veitt því ástúð og skjól?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband