Ný staða í Straumsvík

Vart hafði verið talið upp úr kjörkössunum í Hafnarfirði í kosningunum um stækkun álversins í Straumsvík, þegar þau tíðindi bárust, að ensk-ástralska fyrirtækið Rio Tinto, hefði boðið í Alcan, sem rekur álverið í Straumsvík. Verði að kaupunum, er Rio Tinto orðið stærsta álfyrirtæki í heimi.

 

Nú er það svo með gróðafyrirtæki, að þar er gróðinn í fyrirrúmi, eðli málsins samkvæmt. Hins vegar gera margir atvinnurekendur sér grein fyrir því, að þeim ber að starfa í samræmi við lög og reglur. Þannig vefst það ekkert fyrir mörgum iðnrekendum, að fara eftir mengunarreglum, lögum um rétt verkafólks og verkalýðsfélaga, o.s.frv. Þetta mun þó jafnan hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá þeim, sem stjórnar hafa Rio Tinto. Fyrirtækið var stofnað árið 1873, þegar nýlendustefnan var í hámarki. Ef marka má umsagnir um það, er eins og stjórnendur þess hafi ekki alveg skilið, að Viktoríutímabilið er liðið. Sagt er, að þeir hafi með öllum tiltækum ráðum hindrað starfsemi verkalýðsfélaga, fjöldi starfsmanna fyrirtækisins hafi látist úr krabbameini, vegna ónógra mengunarvarna og að þúsundur manna hafi látið lífið í Papúa á nýju-Gíneu, beinlínis af völdum þeirra, sem fyrirtækinu stjórna.

 

Svo mikið er víst, að árið 1998 lögðu 57 þingmenn í neðri deild breska þingsins fram þingsályktunartillögu, þar sem fyrirtækið er fordæmt fyrir skeytingaleysi varðandi umhverfismál. Um afgreiðslu þeirrar tillögu er mér ekki kunnugt. Hitt er ljóst, að full ástæða er fyrir okkur Íslendinga, að gjalda varhug í samskiptum við fyrirtæki sem þetta. Nái það yfirhöndinni í Straumsvík, verður að gæta þess alveg sérstaklega, að því auðnist ekki, að komast með putana í orkuframleiðslu á landi hér.

 

Hugsanleg kaup Rio Tinto á Alcan, og þar með álverinu í Straumsvík, hljóta að vekja fólk til alverlegerar umhugsunar um framtíð stóriðju á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Rio Tinto á Íslandi. Ætli nokkrum sem hefur lesið Draumaland Andra Snæs eða kynnt sér þetta fyrirtæki sé skemmt? Hvernig ætlar áróðursdeild Landsvirkjunar að tækla þetta?

Sennilega verður gefin út yfirlýsing um að umhverfisvitund Rio Tinto hafi stóraukist og farið verði í einu og öllu eftir íslenskum lögum. Hótanirnar og raunveruleikinn skreppi svo inn um bakdyrnar. Rio Tinto kaupir logoið sitt svo inn á nokkra íþróttaboli, styrkir skógrækt og stendur fyrir átaki í menningarmálum í Hafnarfirði. Styrkir alla stjórnmálaflokkana veglega.

Málið dautt! 

Ævar Rafn Kjartansson, 19.7.2007 kl. 00:22

2 identicon

ég er búin að vera í Svíþjóð í vetur en maðurinn minn búsettur á Íslandi. alltaf öðru hvoru hef ég verið að sjá fréttir um yfirtökutilboð í Alcan og rætt þétta þá við manninn minn sem aldrei sá neina umfjöllun um þetta í fjölmiðlum hér. mér finst það svolítið skrítið að Rannveig Rist jarmar um að þeir verði að gefast upp í Hafnarfirði fái þeir ekki stækkun meðan nokkuð ljóst þykir að hún hafi vitað af líklegri yfirtöku. ég er bara stollt af Hafnfirðingum að hafa staðist "yfirtökutilboð" álversins.

thora gunnarsdottir (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 10:32

3 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Sérkennilegt að hafa ekkert heyrt frá forstjóra Alcans á Íslandi eða trúnaðarmönnum fyrirtækisins um málið!

Möguleg yfirtaka Rio Tinto eða annarra var reyndar rædd í aðdraganda kosninganna 31.mars sl.  en fengum við litlar undirtektir þeirra sem voru fylgjandi stækkuninni. Það var eins og menn vildi líta á fyrirtækið sem íslenskt og notðuð í tíma og ótíma "Ísal" yfir Alcan. Hver verður orðræðan ef af yfirtökunni verður?

Valgerður Halldórsdóttir, 19.7.2007 kl. 13:10

4 Smámynd: B Ewing

Ekki einu sinni "ÍSAL" var íslenskt fyrirtæki,  það var svissneskt.

B Ewing, 19.7.2007 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband