Óheppileg yfirlýsing páfa, sé rétt eftir honum haft

Samkvæmt fréttaþætti Ríkisútvarpsins, Speglinum, í gærkvöldi, hefur Benedikt páfi XVI heldur betur hlaupið á sig. Páfi, sem eins og menn vita er þýskur að kyni, hefur  reitt landa sína í hópi lútherstrúarmanna til reiði, með því að lýsa því yfir, að samfélag þeirra sé í raun ekki kirkja, heldur trúarsamfélag.  Að minnsta kosti eru ýmsir, sem túlka orð hans svo.

Að vísu má færa viss rök fyrir því, að sú stofnun, sem ekki viðurkennir þann gjörning Krists, að stofna almenna, þ.e. kaþólska kirkju, heldur klýfur hana og stofnar til einskonar sértrúarkirkju, sé á villigötum.  En þótt ég sé kaþólskur, er mér bæði ljúft og skylt að játa, að kaþólska kirkjan er ekki allskostar laus við að hafa stöku sinnum arkað um slíkar götur sjálf. 

Vissulega eru lútheristar margir hverjir blindaðir af veraldarhyggju.  En þeir eru ekki einir um það.  Og ansi er ég smeykur um, að páfi þurfi að útskýra það fyrir hinum kristna heimi, hver sé munurinn á kirkju og kristnu trúarsamfélagi.  Að vísu er sá munur augljós, t.d. þegar kaþólska kirkjan er borin saman við trúarofstækissöfnuði, sem stjórnað er af einum manni, í krafti einkatúlkunar hans á kristinni trú.  En hræddur er ég um, að málið verði öllu flóknara, sé trú kaþólikka og lútherista borin saman.  

Aðalatriði þessa máls hlýtur þó að vera það, að nú, á tímum trylltrar efnishyggju og taumlausrar nautnadýrkunar, er rík þörf á samstöðu kristinna manna, en ekki einhverju orðastagli um hluti, sem hvort eð er fara fyrir ofan garð og neðan hjá flestum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Góður!  kv.  B

Baldur Kristjánsson, 17.7.2007 kl. 22:19

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Núverandi ruglustrumpi í Páfagarði er fyrst og fremst ætlað 1. að æsa upp og magna enn frekar yfirstandandi trúabragðastríð og krossfarir gegn múslímum. Eins og þið etv. vitið hefur Bush Bandar.forseti látið hafa eftir sér að guð sjálfur hafi fyrirskipað innrásina í Írak. Og páfinn segist vera staðgengill guðs á jörðu hér og heimtar raunar að vera tilbeðinn sem guð - sem auðvitað er hið argasta guðlast; 2. að æsa upp gamlan ófrið við mótmælendur og jafnframt magna jesúítana (SS sveitir Páfagarðs) í því sambandi. Á næsta ári stendur til að skipta um yfirhershöfðingja jesúítanna (óvenjulegt því yfirleitt deyja þeir í embætti) hinn svok. svarta páfa og má allt eins búast við að Bensa verði skipt út um sama leyti. Og í 3. lagi á þessi þýski páfi að hjálpa til að djöfla í gegn fjórða ríkinu, evrópusambandinu, hinu nýja heilaga rómverska ríki. 

Baldur Fjölnisson, 17.7.2007 kl. 22:44

3 Smámynd: Linda

umm tek það fram að ég er ekki anti- kaþólikki tel víst að þarna er margur góður maður og kona sem eiga skilið virðingu okkar.  þetta mál  er nú samt furðulegt og af því er ekki skafið.

Ef ég má, þú segir "kirkjan er borin saman við trúarofstækissöfnuði, sem stjórnað er af einum manni, í krafti einkatúlkunar hans á kristinni trú"

Þetta er samlíking við páfann er það ekki 

Linda, 18.7.2007 kl. 02:12

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Rómversk kaþólska kirkjan er pólitísk stofnun ekki síður en trúarleg. Vald hennar er bæði andlegt og veraldlegt og hún skaffaði sjálfri sér það upphaflega með fölsunum og lygum - raunar stórkostlegasta svindli allra tíma. Kjarninn í þessu er sú hugmynd að Kristur sé konungur allrar jarðarinnar: konungur konunganna. Eftir að hann var krossfestur, reis upp frá dauðum og fór til föðurhúsanna uppi í loftinu vildu páfarnir sem sagt meina að hann hefði framselt vald sitt Lykla Pétri og hann hefði í raun verið fyrsti páfinn. Síðan var spunnið út frá þessu og snúið út úr og falsað og logið og svo framvegis. Þessi átrúnaður einkenndist snemma af skurðgoða- og dýrlingadýrkun og aðgöngumiðasölu í himnaríki og gífurlegri fjárplógsstarfsemi í kringum það. Þessi mafía spilaði á fáfróðan og hjátrúarfullan lýðinn að vild, þar á meðal kónga og hertoga og hvers konar pótintáta. Kirkjan komst þannig snemma yfir gífurlegar eignir og heilu landssvæðin þar á meðal með manni og mús. En á 7. og 8. öld dundi ógæfan yfir því múslimar sölsuðu undir sig Norður Afríku og megnið af Spáni og miklar eignir kirkjunnar þar. Einnig sóttu Langbarðar og aðrir í eignir hennar á Ítalíuskaganum. Páfastóll leitaði þá til Pippins Frankakóngs um aðstoð gegn þessarri átroðslu og hnykktu á um það með því að framvísa bréfi frá sjálfum Lykla Pétri þar sem skorað var á kónginn að verða við þessarri beiðni ! Kóngsi var að vonum hissa og vildi vita hvernig bréfið hefði komist til jarðarinnar og var honum tjáð að Pési hefði sjálfur mætt með það í Páfagarð. Þetta var forláta kálfsskinn og ritað á það með skíra gulli en kóngurinn var ólæs og sendiboði páfa las því boðskapinn fyrir hann. 

Þetta virkaði fínt og Peppin stuggaði Langbörðunum frá lendum páfa og mokaði í hann fé og löndum þar á ofan.

Nokkru síðar fabrikkuðu þessir glæponar síðan "gjafabréf" frá sjálfum Konstantínusi þar sem hann átti að hafa afsalað gervöllu Rómarríki til páfastóls og þar með talið eyjar allar ma. vestan við ríkið. Þetta var síðan teygt og togað og beitt hótunum og undirferli og mútum til að gera svo til gjörvalla Evrópu að leppveldum páfastóls og að sjálfsögðu pápísku að ríkistrú.

Þrátt fyrir að margir hafi snemma gert sér grein fyrir að gjafabréfið var falsað og sumir meira að segja þorað að deila á það (þar sem vald páfans var algjört skv. hans eigin úrskurði gat verið beinlínis lífshættulegt að setja sig upp á móti honum) gekk þetta svindl allt til landafundanna í nýja heiminum þar sem páfinn hreinlega gaf Spáni og Portúgal latnesku Ameríku ásamt tilheyrandi trúboði.

Stjórnmálaleg- og félagsleg þróun á miðöldum byggðist þar með fyrst og fremst á grundvallarfölsunum og lygum og óhugguleg saga hryðjuverka og fjöldamorða er í stíl við það.  

Baldur Fjölnisson, 18.7.2007 kl. 11:13

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Humm, eftir á að hyggja er þetta vel nothæft sem upphafsinnlegg  um skrautlega sögu kaþólsku kirkjunnar á mínu eigin bloggi. :)

Baldur Fjölnisson, 18.7.2007 kl. 12:31

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er náttúrlega fatalt vitlaus della og býður upp á katastrófu að krefjast skírlífis af fólki. Það segir sig sjálft. Þannig er vitleysan búin til. Hún var alltaf fyrirsjáanleg. Nema að hönnuðir hennar hafi verið kengklikkaðir sem er svo sem hugsanlegt, hugmyndafræðin byggði jú á fölsunum og lygum og undirferli og jafnvel kaþólska kirkjan sjálf hefur viðurkennt það. Allar þessar falsanir sem ég hef nefnt eru staðfestar í ritum Vatíkansins - eftir dúk og disk. En þessi maskína virðist samt ekki læra af reynslunni. Enn í dag krefst páfinn þess að aðrar trúarstefnur lagi sig að pápískunni og enn kallar hann sig staðgengil Jesú á jörðinni og enn krefst hann þess að vera tilbeðinn sem guð sjálfur. Eina leiðin til himnaríkis er í gegnum hina kaþólsku kirkju og staðgengil Krists, sagði pólski páfinn árið 2000 ef ég man rétt. Þetta er sem sagt enn  yfirvald heimsins. Bush Bandaríkjaforseti, heilaskaðaður áfengis- og fíkniefnasjúklingur sem heyrir raddir í hausnum á sér, og er siðvillingur þar á ofan var fyrstur Bandar.forseta til að heimsækja Páfagarð. Hér heima telur dóms- og kirkjumálaráðherrann ekkert athugavert við að ráðamenn hafi samráð við "æðri máttarvöld" sem sennilega þýðir að hann þarf að drífa sig í geðrannsókn. 

Baldur Fjölnisson, 18.7.2007 kl. 20:00

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Nú er ég farinn að debatera sjálfan mig, sbr. nafna minn Kristjánsson minn gamla skólafélaga. Og það þýðir að kominn er tími á póst móderníska diskleimera. Ekkert er alveg svart. Kaþólska kirkjan hefur leitt eitthvað gott af sér. En samt er grunnurinn spilltur og falsaður. Og hún neitar að horfast í augu við það. Við leitum ávallt réttlætingar og við finnum alltaf afsakanir. Konan sem situr á baki dýrsins? Hver er það? Hver hefur snúið út úr trúarbrögðunum og gert sér peninga úr þeim? 

Ég er ekki trúleysingi. Mér finnst þróunarkenning Darwins vera sviðsett. Ég hef séð afleiðingar hennar í fasisma og nasisma. Ég sé undursamlegar lífverur eins og til dæmis trjáspætuna, ótrúlega tæknilegt furðuverk, endilega kynnið ykkur hana.  Ég sé hárfínt skipulag lífvera hvarvetna. Þetta er umhugsunarefni.

Baldur Fjölnisson, 18.7.2007 kl. 21:52

8 identicon

"Konan sem situr á baki dýrsins? Hver er það?"

http://www.vantru.is/2003/11/14/19.23/ 

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 22:56

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þið eruð fræðimenn og ég vonandi líka. :)

Baldur Fjölnisson, 19.7.2007 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband