Sigurður dýralæknir

Mikið fjandi var gaman á Sunnlenska bókakaffinu í gær, þar sem kvæðamaðurinn og lífskúnstnerinn Sigurður Sigurðarson dýralæknir kynnti fyrra bindi endurminninga sinna og fór með stemmur í leiðinni í kompaníi með konu sinni Ólöfu Erlu Halldórsdóttur.  Hygg ég, án allrar illkvittni, að við Sigurður getum verið sammála um, að þar fari hans betri helmingur.

Í nokkrum stemmum komu fleiri til leiks, þar á meðal húsbóndinn á bókakaffinu, skrollarinn Bjarni Harðarson, sem sló hinn rétta tón, merkilegt nok.

Nú jæja, ég er byrjaður að glugga í bókina þá arnaOg víst er Sigurður sagnamaður góður.  En þá er ósvarað þeirri spurningu, hvað geri menn að góðum sagnamönnum.   Svarið er að finna í þessari bók; það er græskulaust gaman, sem varpar ljósi, jafnt á léttleika sem alvöru lífsins.  Slík kallast í senn falsleysi og mennska.

Hafi Sigurður bestu þakkir fyrir upplífgandi lesningu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband