Er eitthvað að slá út í fyrir ríkissaksóknara?

Í dag er eitt ár liðið frá upphafi búsáhaldabyltingarinnar.  Ríkissaksóknari hefur ákveðið að halda upp á daginn með þeim sérstæða hætti, að birta ákæru gegn níu ungmennum sem í aðdraganda búsáhaldabyltingarinnar, réðust inn í Alþingishúsið þann 8. desember 2008. 

Fjarri sé mér, að mæla því bót, að fólk ráðist inn í Alþingishúsið og slasi jafnvel starfsfólk þingsins, eins og raun varð á í þessu tilfelli.  En tæpast er þó úr vegi, að skoða hlutina í réttu samhengi.  Nokkrum vikum fyrir þennan atburð hrundi bankakerfi þjóðarinnar, eftir að fjárglæframenn höfðu árum saman leikið lausum hala í skjóli „frjálshyggju" Sjálfstæðisflokksins, fyrst með dyggri aðstoð Framsóknarmanna og síðustu mánuðina með hjálp Samfylkingarinnar.  Ríkisstjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar var ekki aðeins ráðþrota; hún var siðferðislega gjaldþrota.  Gátu menn vænst annars en illinda?

Endanlega sauð svo upp úr þann 20. janúar árið 2009.  Þann dag var lögð fram á Alþingi tillaga nokkurra íhaldspilta um áfengissölu í almennum verslunum.  Var hægt að ímynda sér fáránlegra viðfangsefni fyrir Alþingi, eins og allt var í pottinn búið?

Almenningur lítur á embætti ríkissaksóknara, sem hluta af valdakerfi landsins.  Nú, fimmtán mánuðum eftir hrunið, hefur ekki einn einasti af höfuðpaurum þess verið dreginn fyrir dóm, hvorki menn úr viðskiptalífinu, stjórnmálaflokkunum né embættiskerfinu. 

Væri nú ekki ráð, að þeir sem sköpuðu það ástand, sem olli ólátunum í Alþingsihúsinu þann 8. desember 2008 væru látnir svara til saka, áður en hinir, sem illu heilli misstu stjórn á skapi sínu verða dæmdir, eða er svo komið, að yfirvöld hafa gleymt samhenginu milli orsaka og afleiðinga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki líklegasta skýringin á seinaganginum, og einbeittum vilja til að gera annað en almenn skynsemi segir, að , bæði embættismannakerfið og stjórnmálamannakerfið sé of gegnsýrt af mútugreiðslum, frá ólíklegustu aðilum, uppá síðkastið hafa komið fjölda upplýsinga í þá veru.  Í ofanálag er alltof stór fjlöldi fólks kominn inná þessa geira, báðir hóparnir hafa lifað í vellystingum við hlið þeirra sem flytja inn vörur af öllum gerðum til landsins, leggja á þær óhóflega, ríkið fær þar vænan hlut, embættismenn fá af þessu laun sín, vilja síður innlenda framleiðslu, því þá minnkar þeirra launahlutur, pólitíkusarnir hafa með sér samtryggingu, enginn ábyrgur fyrir neinu, passa bara uppá að monkeybissnessinn fái nægan gjaldeyrir fyriir innflutninginn útúr krimmabönkonum.   Allt þetta hangir saman, og styður kvert annað helsjúkt. Niður hengiflugið komast hóparnir svo að því að allt problemið sé öðrum en þeim að kenna.

Robert (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 21:48

2 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

gott hjá ykkur báðum, það eru komnir 14.mánuðir frá ráninu,ég er hættur að skilja.kveðja benni

Bernharð Hjaltalín, 20.1.2010 kl. 22:41

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta getur ekki verið einfaldara. Svo má kannski í viðbót leiða hugann að því hvernig þeir dómstólar og það embættismannakerfi sem þáðu vel launuð störf sín úr skömmtunardeild umræddra stjórnvalda muni meðhöndla músina sem nú fljótlega mun fæðast þegar fjöllin taka jóðsóttina.

Sjáum við ekki fyrir okkur að refsiramminn hafi verið settur í nokkuð skýran farveg fyrir ekki löngu síðan þegar kexruglaður útigangsmaður var dæmdur fyrir hnupl á lifrarpylsukepp í stórmarkaði.

Einn lifrarpylsukeppur soðinn 444 kr. = 3 mán. fangelsi.

Gæti hugsast að þetta reynist eitthvað fljótfærnileg niðurstaða?

Það rifjast nefnilega upp að þegar róni svonefndur hnuplar sláturkepp birtist frétt af þjófnaði. En þegar um er að ræða þjóf sem stelur háum fjárhæðum úr fésýslustofnun eða ríkifyrirtæki kemur frétt um einstakling sem hafi stöðu grunaðs manns. Brotið er sagt tengjast lögum um ámælisverða ráðstöfun á fé almennings sem eftir atvikum geti verið refsiverð samkv lögum um umboðssvik í þágu eigin hagsmuna o.s.frv.

Árni Gunnarsson, 21.1.2010 kl. 08:47

4 identicon

Þetta er alveg hárrétt hjá þér Pétur. Sumir hafa reyndar skrifað um að byltingin hafi étið börnin sín og allt sé við það sama. Alls ekki, búsáhaldabyltingin gerði það sem þurfti að gera. Stjórn Geirs Haarde fannst ekkert sjálfsagðara en að vera áfram við völd. Vona að ungmennin fá sýknudóm og kannski áminningu.

Sigurður Ingólfsson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 11:15

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þegar mótmæli verða á sama skala og var í þetta sinn gerast svona hlutir. Það sýnir reynslan alls staðar.Það er fullkomlega óraunsætt að búast við öðru. Og það er að mestu leyti tilviljun hvaða einstaklingar verða þar fremstir ði flokki. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.1.2010 kl. 13:24

6 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Fólkið í þessu landi er seinþreytt til vandræða og þegar uppúrsýður hlytur mikið að vera að.

Her hafa stjórnvöld og leppar þeirra allt of lengi komist upp með hvað sem er .

  Það er mál til komið að mótmæla.

 þeg veit ekki hvort Frakkar eða franskir bændur sem sturta mykju á götur Parisar seu settir í Steininn ! Held ekki- þeir mótmæla með látum !

Það er mál til komið að henda ÖLLU PÓLITÍKUSAPAKKINU ÚT Á GADDINN ÖLLUM FLOKKUM- ALLIR SKILI AUÐu  Í KOSNINGUM OG FÁ ÓHÁÐA AÐILA ERLENDISFRÁ TIL AÐ KOMA SKIKKI Á MÁL HER. 

 eKKI GETUR rÍKISSTJÓRNIN NEITT ANNAÐ EN DRAGA LAPPIRNAR

bESTU KVEÐJUR  Erla

Erla Magna Alexandersdóttir, 21.1.2010 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband