Samfylkingin og Bjöggabankinn

Ýmsir hafa furðað sig á andvaraleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart Alþjóðagjaldeysissjóðnum.  Hefur mönnum þó ekki dulist, hingað til, að hvar sem hann hefur náð fótfestu, hefur velferðarkerfi viðkomandi þjóða hrunið.  En svo virðist, sem stjórnarflokkarnir hafi ekki áhyggjur af slíkum smámunum.

Nú hefur félagsmálaráðherra, Árni Páll Árnason kastað bjarghring til skuldara.  Þó Saari, þingmaður Hreyfingarinnar heldur því fram, að sú aðgerð sé m.a. lítt dulbún leið til að bjarga kúlulánamönnum.  Þessu neitar ráðherrann. 

Ekki er ég þess umkominn að kveða upp úrskurð í deilum þingmannsins og ráðherrans í þessum efnum.  En óneitanlega vekur það grunsemdir, hvar sumir ráðherra Samfylkingarinnar leita sér liðsinnis, sbr. það sem lesa má á netinu. Þannig var Örn Kristjánsson aðstoðarmaður Árna Páls félagsmálaráðherra, áður framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans.  Auk starfa sinna fyrir Árna Pál er hann ráðgjafi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.  Aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar efnahags- og viðskiptaráðherra heitir Benedikt Stefánsson.  Hann starfaði áður í Greiningardeild Landsbankans. Björn Rúnar Guðmundsson skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Hann var áður forstöðumaður í greiningardeild Landsbankans. Edda Rós Karlsdóttir starfar nú sem hagfræðingur hjá skrifstofu sendifulltrúa  AGS (landstjórans) á Íslandi, er sögð komin þangað á vegum Samfylkingar. Arnar Guðmundsson aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra, starfaði áður í greiningardeild Landsbankans.

Listinn yfir það fólk, sem tengir þá þætti stjórnkerfis lýðveldisins við gömlu bankana, sem Samfylkingin stýrir, er ekki traustvekjandi. Sérstaklega á þetta við um augljós tengsl Samfylkingarinnar við gamla Bjöggabankann.

Vel má vera, að ráðherrar Samfylkingarinnar telji þetta fólk öðrum hæfari í endurreisnarstarfinu.  En þjóðin, sem þeir þiggja vald sitt frá er ef til vill ekki alveg á sama máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert kemur lengur á óvart frá þeirri óhæfu fylkingu.  Miðað við þessar upplýsingar, sem ég hafði að vísu séð í annarri síðu, stýra ICESAVE MENN nánast landinu.   Ógnvekjandi.

ElleE (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband