Íslensk gamanþáttaröð?

Já, það er þetta með kímnigáfuna; hún er auðvitað ekki á eina bókina lærð, frekar en annað það, sem að huganum snýr. Rétt í þessu var ég að horfa á Ríkissjónvarpið.  Þar var fluttur fyrsti hluti verks, sem kallast  „Stóra planið" og er, að sögn sjónvarpsins, gamanþáttaröð.

Ef marka má þennan „gamanþátt", virðist gamanið heldur grátt hjá Ríkissjónvarpinu.  Þátturinn byrjaði með því, að ungur drengur varð fyrir bifreið og dó.  Væntanlega mjög fyndið, eða hvað?  Það sem eftir lifði þáttar, var fremur afbrigðilegt sambland af andlegu ofbeldi í formi ógnana og barsmíðum í bland við klám og aulahátt þeirra, sem við sögu komu.

En kímnigáfan, jú, auðvitað er hún afstæð og aldrei að vita, nema þessi undarlega „gamansemi" hafi vakið kátínu einhverra.  Það er nú svo.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Það sem einkennir flest íslenskt sjónvarspefni er drama.

Hinsvegar þá er þessi gamanþáttaröð um tveggja ára kvikmynd sem er nú sýnd með atriðum sem voru klippt í burt áður. Gamanið mun aukast þegar á líður.

Björn Halldór Björnsson, 3.10.2009 kl. 00:56

2 identicon

Ja... ekki náði þessi "gaman"þáttur að kitla neinar hláturtaugar heima hjá mér né efnið að hrífa neinn. Helst að Eggert kallaði fram viprur sem að meinalausu mætti kalla bros.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband