Björgúlfsfeðgar og styrktarsjóðir

Mikið var hjartnæmt að sjá Björgúlf Guðmundsson klappa vinalega á öxl fulltrúa frá Styrktarsjóði hjartveikra barna í sjónvaprsfréttum í kvöld.  En því miður; hér var veriða að endursýna gamla frétt, frá því þessi sjóður samdi við Landsbankann um ávöxtun fjármuna sjóðsins. 

Nú hefur komið í ljós, að þessir samningar voru þverbrotnir af hálfu Björgúlfs og bankans hans.  Í stað þess að ávaxta féð í viðskiptum, sem nutu ábyrgðar opinberra aðila, var braskað með fé hans, fyrst og fremst af fyrirtækjum í eigu Björgúlfsfeðga og félaga þeirra.  Málið var dómtekið í dag og gerir sjóðurinn kröfu um 21.000.000 króna í bætur.

Þetta er því miður ekki eina dæmið, slíkrar gerðar í brasksögu Björgúlfsfeðga.  Sjóðir, svipaðir þessum, eru meðal fórnarlamba þeirra í Bretlandi og Hollandi. 

Styrktarsjóður hjartveikra barna hefur veitt foreldrum barna, sem í hlut eiga, fjárhagslega aðstoð, til að börnin geti leitað læknishjálpar í útlöndum.  Nú er sú aðstoð í uppnámi.  „Viðskipti snúast um fólk", sagði í auglýsingu ónefnds braskarafyrirtækis.  Það eru orð að sönnu.  En það eru ekki aðeins heiðarleg viðskipti, sem snúast um fólk; glæpir gera það líka, jafnvel um lítil hjartveik börn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djöfulsins ógeð þessir hel..... drullusokkar!!!

Fyrirgefðu orðbragðið hjá mér Pjetur hér á bloggsíðunni þinni.

En ég get ekki notað nein önnur orð yfir þessa menn.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 11:26

2 Smámynd: Rúnar Ingi Guðjónsson

Já þetta er nákvæmlega það sem ICESAVE stendur fyrir að einhverjum hluta, styrkarfélög að fá Landsbankann til að ávaxta fé sitt á "öruggum" reikningum.

 ...ekki nema von að Breta og Hollendingar séu brjálaðir útí okkur og "The National Bank of Iceland"  eins og Landsbankinn kallaði sig erlendis.

Rúnar Ingi Guðjónsson, 2.9.2009 kl. 13:19

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ekkert var þessum mönnum heilagt. Hér þarf enga frekari sálgreiningu.

Finnur Bárðarson, 2.9.2009 kl. 17:14

4 Smámynd: Kristján B. Jónasson

Hvaða Björgúlf ertu að tala um? Björgólfur Guðmundsson var bankaráðsformaður Landsbankans og einn af eigendum bankans fram til þess að íslenska ríkið yfirtók bankanna á grunni neyðarlaga 8. október síðastliðinn. Ég kannast ekki við þennan Björgúlf.

Kristján B. Jónasson, 2.9.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband