„Hretið" á Alþingi

Það sem fyrst og fremst hefur gert Íslendinga að viðundrum í samfélagi þjóða, er oftrú þeirra á meintu gáfnafari og menntun braskaralýðsins.  Þetta áttu allt að vera slíkir guðs náðar snillingar, að ekki var annað en sjálfsagt, að greiða þeim milljónir á milljónir ofan i laun og fráleitt, að hafa þyrfti eftirlit með gerðum þeirra.

Engum datt nú hug að hlusta á varnaðarorð, hvort heldur þau bárust úr röðum landsmanna eða frá útlöndum.  Þegar danskir og sænskir fjármálasérfræðingar vöruðu við viðskiptum við þessa fjárplógsmenn, ekki með upphrópunum, heldur með rökum, þá sagði landinn; „Við eigum ekki að bera okkur saman við hin Norðurlöndin, við erum þeim svo miklu fremri."

Oft þurfti maður að hlusta á það bull í umræðum um fjármálastarfsemi, að ríkið yrði að borga „snillingunum" ofurlaun, annars færu þeir allir yfir til „blómstrandi" einkafyrirtækja.  Ofurlaunastefnan og öll sú óáran, sem nú hefur gert þjóðina að kengboginni betlikerlingu, þreifst á þessu óráðshjali.

Þjóðin á margt ólært.  Samt eru ýmsir farnir að taka við sér og gera sér grein fyrir því, m.a., að lífið er ekki spurning um ofurlaun, heldur mannleg samskipti í sátt við náunga sinn og sjálfan sig.  Þó virðast sumir ekki hafa lært neitt.

Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyllir þann flokk.  Í umræðum á Alþingi í dag, mælti hann gegn hugmyndum ríkisstjórnarinnar um, að engir opinberir starfsmenn fengu hærri laun en forsætisráðherra, sem þó er með rúmlega 900.000 krónur í mánaðarlaun.  Orðrétt sagði hann, að ef slík launastefna yrði tekin upp, sæti Landsbankinn uppi með „hretið" af yfirmönnum, þegar hinir bankarnir yrðu aftur einkavæddir, en Landsbankinn ekki.

Er nema von, að maður velti því fyrir sér, hvern beri að flokka sem „hret" á Alþingi Íslendinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú segir allt sem segja þarf um þessi ummæli Tryggva og um hann og aðra afleiðu- og vöndlasnillinga sem voru á ofurlaunum við að skapa ,ekki verðmæti heldur glórulaust tap í fjárfestingum. Það er orðið langt síðan,ef nokkurntíman, að ég hef heyrt talað um hrat í sambandi við fólk,sem þýðir úrgangur úr berjum,sem búið er að kreista safan úr. Þetta verður honum til ævarandi skammar.

Sigurður Ingólfsson (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 21:47

2 identicon

Að kalla  fólk hrat er varla boðlegt þingmanni ,ómálefnalegt .Vissulega er fólk með mismunandi hæfileika en ég er ekkert viss um að allt ofurlaunalið undanfarinna ára sé eitthvert  úrvals  mannval.

hordur halld. (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 13:05

3 identicon

Það var einmitt viðskiptaráð með tryggva Þór og félögum sem sögðu að við ættum ekki að vera bera okkur saman við hin Noðrurlöndin ,því við væum þeim miklu fremri. Blindaðir af frjálshyggju bullaði þetta lið alveg út í eitt og gerir enn. Núna er þetta lið á móti ESB, einni mestu kjarabót sem íslenskum almenningi hefur nokkurn tíman staðið til boða. Það er 800% munur á láni til íbúðarkaupa hér og í Þýskalandi sé miðað við 55 vexti og 5% verðbólgu. 800%. Vill fólk ekki búa börnunum sínum betri lífsskilyrði?

Valsól (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 14:18

4 identicon

Er nokkur sem hlustar lengur á Tryggva Þór eða réttara sagt tekur mark á honum? Hann reiknaði út í febrúar sl. að skuldir landsmanna væru uþb. 450 milljarðar og hann hélt þessu fram í fullri alvöru. Mér finnst ábyrgðin nú vera fréttamannana, þeir eiga að láta það vera að birta það sem þessi maður segir eða skrifar, það er öllum fyrir bestu.

Kristján Hauksson (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband