Vandi verkalýðshreyfingarinnar

Eitt sinn á níunda áratug síðustu aldar, vann ég sem oftar um tíma á Eyrinni eins og það kallaðist þá, þegar menn störfuðu sem hafnarverkamenn.  Ég man, að einn daginn tók ég mann nokkurn tali þar og spurði, hvað hann hefði unnið þarna lengi.  Svarið var eftirfarandi: Ég hef unnið hérna í fimmtán ár, fyrstu fimm árin sem verkamaður, en svo fór ég á lyftara.   M.ö.o., maðurinn áleit sig yfir það hafinn, að kallast verkamaður, vegna þess, að hann vann á vélknúnu tæki.

Vandi verkalýðsstéttarinnar er í megin atriðum tvískiptur.  Annars vegar kemur hann fram í orðum verkamannsins, hér að ofan, sem taldi sig vera búinn að vinna sig upp úr stétt verkamanna, vegna þess, að hann vannekki lengur með höndunum einum saman, en hins vegar í því, að með vaxandi sérhæfingu í samfélaginu, þegar líða tók á tuttugustu öld, hætti barátta verkalýðsins að vera hefðbundin réttlætisbarátta og breyttist í einhvers konar „faglegar" reiknikúnstir.  Það var þá, sem verkalýðurinn fór að kjósa yfir sig hugsjónalausar reiknistikur, eins og t.d. Ásmund Stefánsson og núverandi forseta A.S.Í.

Svo má auðvitað bæta því við, sem er afleiðing af hugsunarhætti lyftaramannsins, að verkalýðurinn hefur tamið sér hugsunarhátt og lifnað borgarastéttarinnar í æ ríkara mæli.  Menn berjast ekki að neinu viti, fyrir réttindum sínum, þegar sjálfsmynd þeirra er brengluð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála! Við erum í raun verkafólk þó við stjórnum tækjum eða ljúkum starfsnámi. Vann í blikksmiðju fyrir nokkrum árum .Hafði unnið við málmsmíðar og var með próf í öðru fagi en lét skrá mig í Dagsbrún. Fann ég að sumir litu niður á Dagsbrún. Þóttust vera einhverjir hjartaskurðlæknar. En svona titlastand yljar litlum sálum .„Ég er sko engin verkamaður “ Við erum í raun verkafólk flest .

hordurhalldorsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband