Hústökumálið við Vatnsstíg

Lögregluaðgerðirnar gegn unga hústökufólkinu við Vatnsstíg í gær, vekja óneitanlega nokkra þanka, eins og Júlíus Vífill borgarfulltrúi vakti athygli á í fréttum Sjónvarpsins.  Á að líða mönnum það, að leggja undir sig hús í Miðbænum, í þeim eina tilgangi, að láta þau grotna niður, til að auðvelda eigendum, að fá leyfi yfirvalda til að rífa húsin og byggja eftir sínu höfði á lóðinni?

Svarið við þeirri spurningu er harla augljóst; láti menn hús standa auð, án eðlilegra skýringa, ber yfirvöldum einfaldlega að taka þau eingarnámi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þessi tegund eigenda kallast "Slumlords" í enskumælandi löndum,  "Bolighajer" á dönsku.

Nú virðist vera kominn tími á gott íslenskt orð yfir fyrirbærið.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 17.4.2009 kl. 02:17

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hjallagreifar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.4.2009 kl. 10:58

3 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

"Hjallagreifar", frábært orð; gegnsætt og með háðskum tón, eins og við á.

Pjetur Hafstein Lárusson, 17.4.2009 kl. 12:02

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hjallagreifar, búinn að setja það inn í orðabókina

Finnur Bárðarson, 17.4.2009 kl. 13:40

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Gott, en samt aðeins of "grand" fyrir minn smekk.   Dugir þó vel uns annað finnst.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.4.2009 kl. 03:49

6 identicon

 Hvernig væri "Lóðahákarlar.

Sigríður Lárusdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband