Vorið er komið

Ég brá mér yfir Hellisheiðina í gær og var í bænum langt fram á kvöld.  Gamli góði Miðbærinn iðaði af lífi, fólk gekk um götur, frá Hlemmi og niður í Kvosina.  Það var hátíð í bæ.  Kaffihúsin voru eins og fuglabjarg; þar söng hver með sínu nefi og mátti heyra ótal tungur hljóma.  Þjónninn, sem gekk mér og mínum sessunautum til beina á Café París, var með það á hreinu, að vorið væri komið.  Og ekki að undra; það þarf freðin hjörtu, til að skynja ekki vorið í loftinu. Fyrstu farfuglarnir eru komnir  og starrinn fer um í flokkum og tístir sinn söng.  Eftir nokkra daga mun brum birstast á trjánum og þá styttist í, að það taki ofan sinn græna hatt og bjóði sumarið velkomið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar B  Bragason

Háfleigur ertu og góður að vanda. Kv EBB

Einar B Bragason , 21.3.2009 kl. 06:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband