Ný ljóðabók eftir Jón Bjarman

Jón Bjarman sendi frá sér nýja ljóðabók í lok síðasta árs, Svefnvindadraumur, nefnist hún, gefin út af Skálholtsútgáfunni.  Þarna getur bæði að líta frumort ljóð og þýdd.  Eins og Jóni er tamt, eru ljóðin ort af íhygli og nokkurri festu.  Þar er enginn gassagangur á ferð.  Fyrsta ljóð bókarinnar, er minningarljóð um Þorgeir Þorgeirson og nefnist Mælt eftir Þorgeir.  Það hljómar svo:

 

Þorgeir kenndi mér að fara varlega
með ábendingarfornöfnin
þau varpa sök á annan
get ég ásakað saklaust fólk

Ef réttlætið var í húfi
beitti hann sjálfur
fornöfnum fimlega
jafnt öðrum orðum

Hertogi var hann
í stríði við ranglætið
forheimskuna grimmdina
oft án fylgis

Hann leit aldrei um öxl
skeytti ekki um liðskönnun
þekkti góðan málstað
sannfærður liðsmaður hans

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband