Ei kemur nótt

Fyrir nokkrum dögum (1. febrúar s.l.) fékk ég sent hér á blogginu, ljóð eftir sænska skáldið Werner Asperström (1918 til 1997).  Bestu þakkir fyrir það.  Nú hef ég snarað ljóðinu, enda höfðaði það strax til mín.  Svona er ljóðið  frá minni hendi nú, hvað sem síðar verður.

Ei kemur nótt
þótt augað ekki blindist.
Ei kemur nótt
í háum setruslundi,
hvar látnir hvíla
hver við annars hlið
sem hvítvoðungar gugnir
hvar þeir bíða.
Því aðrar luktir
hanga þar á trjánum
og seiða jurtir fram
með annarlegum glampa,
og fiðringi, úr gráu
reifi flugna,
drekki þær vinda
sem ei á jörðu finnast.
Ei kemur nótt
þótt augað ekki blindist.
Ei kemur nótt
þótt sökkvi sól til botns.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Thó nú sé all langt um lidid get ég ekki stillt mig um smá athugasemd. Má med sanni segja ad gagnrýnandi er sá sem finnur ad vid adra en ekki getur unnid verkid skammlaust sjálfur. Á thad fyllilega vid um mig:)

Ég held ad thad gaeti einhvers misskilnings um ljódlínuna "och fjärilen ur gråa lindor flugen" a m k felli ég mig ekki vid túlkun síduhafa á henni. Ordin thýda bókstaflega...og fidrildid  flogid úr gráum vodum... "flugen" er perpektparticipformen af sögninni  att flyga (fljúga) en ekki nafnord og vísar aftur til ljódlinunnar " som gråa lindebarn".

 Og af thví ad saenskan er mér tamari en íslenzkan: Dikten kommer från samlingen"Dikter under träden" 1956 - och är som någon har sagt en paradisversion utan att vara kristen: de döda sova till uppståndelsens morgon då de vaknar ur puppans fjättrar till en ny och fri tillvaro.

Roligt att  någon mer än jag tycker om den.

S.H. (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 13:50

2 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Bestu þakkir fyrir athugasemdina.  Ég mun líta betur á ljóðið.

Kveðja,

Pjetur Hafstein Lárusson, 16.2.2009 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband