Vinaheimsókn frá Færeyjum

IMG_0259

Færeyingar eru höfðingjar heim að sækja, þess hef ég notið á þeirra heimaslóðum.  Og um helgina veittist fjölskyldunni sá heiður, af fá fimm færeyskar "grussur" (stólpakvendi) í heimsókn.  Sem sjá má, sýnir myndin hér að ofan mig í fögrum og skemmtilegum félagsskap

Stundum er sagt, að Færeyingar líti upp til okkar, sem stóra bróður.  Auðvitað er það ástæðulaust.  Engir hafa liðsinnt okkur eins drengilega og þeir, bæði fyrr og síðar.  Við eigum frændþjóðir á þeim hluta Norðurlanda, sem eru á meginlandi Evrópu; í Færeyjum eigum við bræðraþjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Færeyingar eru bæði öðlingar og snillingar. Ég heyrði í kvöld skemmtilega sögu af því að í kirkjugarði í Færeyjum væri settur upp minnisvarði um þá Færeyinga sem látast af slysförum í útlöndum annars vegar og heima hins vegar. Færeyingar, bræður okkar og systur, flokka þá sem látast af slysförum á Íslandi með þeim sem deyja heima. Aðrir deyja í útlöndum!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 3.11.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband