Pappírsþurrð vofir yfir þjóðinni

Ja hérna, ég á bara tæpast til orð og verð þó sjaldan orðlaus.  Þegar ég var að kaupa í matinn í gær, ég segi ekki hvar, enda skiptir það ekki máli, það var bara í einni af þessum búðum, sem selja allt, bókstaflega allt, frá niðursuðudósum að líkkistum, sem auðvitað eru svo sem einskonar niðursuðudósir, þannig séð.  Kemur þá ekki Bjöggi Baugur askvaðandi með sveinalið með sér og allt liðið með innkaupakerrur, meira að segja tvær á mann, slíkur var atgangurinn.  Og hvað haldið þið; þeir keytu upp allan þann pappír, sem fyrirfannst í búðinni; tölvupappír, eldhúsrúllur, já og meir að segja...ja, ég segi nú bara ekki hvað, þið skiljið.

Þar sem ég kannast við Bjögga Baug frá því í gamla daga, þá fannst mér ekkert dónalegt, að spyrja kauða, hvað eiginlega gengi á.  Ég bara gat ekki skilið, hvað í dauðanum maðurinn ætlaði að gera með allann þennan pappír.  Og hverju haldið þið að hann hafi svarað, þessi öðlingur? Jú, hann sagði bara si svona, um leið og hann lagði hendina kumpánlega á öxlina á mér: „Það þýðir ekkert, elsku karlinn minn, að slást um eignarhald á öllum fjölmiðlum landsins, ef maður nær ekki einokun á pappírnum líka."

„Það er nefnilega það," sagði ég og smeygði mér fram hjá Bjögga Baugi og pappírssöfnurunum hans til að komast á undan þeim að afgreiðslukassanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband