Ný bók, Ljóðasafn og sagna 1972 - 2012

Nýútkomin bók 

Tíminn lætur ekki að sér hæða.  Og nú eru fjórir áratugir frá því ég sté fram á þennan marg umtalaða ritvöll, hvern ég raunar hef aldrei augum litið.  Já, og verð víst sextugur í sumar, ef Guð lofar, eins og gamla fólkið segir.

En hvað um það; í tilefni ársins er komin út bók með úrvali ljóða minna, frumortum og þýddum og smásagnaúrvali að auki.  Ljóðasafn og sagna 1972 - 2012 heitir ritið.  Bókaútgáfan Skrudda gefur út.

Á morgun fer ég til Vestmannaeyja, þar sem ég er fæddur.  Þar mun ég lesa upp úr bókinni á Goslokahátíðinni, nánar tiltekið í bókasafninu.  Hlakka til að sjá sem flesta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband