Bókmenntaborg?

Af einhverjum ástæðum hef ég aldrei skilið orðið "bókmenntaþjóð".  Sennilega er þetta vegna þess, að ég tel bókmenntaáhuga bundinn við einstaklinga en ekki þjóðir.   Það að skrifa bækur er verknaður einstaklings og lestur þeirra sömuleiðis.  Að tala um þjóð sína sem "bókmenntaþjóð" er því merki um þjóðrembu.  Og þjóðremba, eins og hver önnur remba, ber fyrst og fremst vott um minnimáttarkennd.

Nú skilst mér, að Reykjavíkurborg hafi sótt um það til UNESCO Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, að verða útnefnd "bókmenntaborg". 

Með leyfi að spyrja; þarf sæmilega menntað fólk á alþjóðlegri viðurkenningu að halda fyrir það eitt, að lesa og skrifa bækur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband