Ellefta grein stjórnarskrárinnar

Jæja, þá er orðið tímabært, að Alþingi taki af skarið og hugi að 11. grein stjórnarskrárinnar.  Það gengur einfaldlega ekki lengur, að einn maður, forseti eða ekki forseti, taki sér ofurvald í landinu í skjóli múgæsinga strútaþjóðarinnar, sem á sér þann draum æðstan, að sandurinn taki aldrei endi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Ragnar Björnsson

Láttu ekki svona.  Sú málsgrein sem ég hygg að þú sért að vísa til er til að setja af geðveikan forseta.  Ef Alþingi reyndi þetta núna væri það merki um að Alþingi væri geðveikt. Þú verður eins og aðrir að sætta þig við að rökstuðningur forseta fyrir málskoti nú er skotheldur.  Hann er með meirihluta þjóðarinnar að baki sér.  Ólafur tók sér ekkert vald.  Valdið er skrifað í stjórnarskrána og því var beitt nákvæmlega eins og til var ætlast af þeim sem skrifuðu og samþykktu stjórnarskrána.

Enda fengist afsetning forseta ekki í gegn með 3/4 í þinginu, en þó svo væri er engin hætta á að þjóðin yrði sama sinnis.

Björn Ragnar Björnsson, 22.2.2011 kl. 21:01

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Hvort sem múgur æsir sig yfir óréttlæti,eða skjaldsveinn ríkisstjórnar í frekjukasti,þá hefur forsetinn þetta vald. Það eru breyttir tímar og það sem Steingrímur hafði ekki upplifað fyrr,á þingi,varð rétt eins og við múgurinn höfðum aldrei upplifað að stjórn,sem fékk þvílíka afneitun í kosningunni um Icesave-ólögin,segði ekki af sér,þá væri öðruvísi umhorfs í dag og allt á upp leið. 

Helga Kristjánsdóttir, 22.2.2011 kl. 23:14

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var harla misráðið blogg hjá þér, Pjetur minn.

Björn Ragnar Björnsson greinir þetta allt mjög vel hér, lið fyrir lið.

Væri gaman að sjá meira af svo skynsömu – já, meira af þeim bloggara.

Jón Valur Jensson, 23.2.2011 kl. 04:14

4 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Þetta þykir mér einkennilegur tónn, sama falska nótan og Steingrímur slær, með því að segja að það hafi aðeins verið einn maður sem var að sabotera meistaraverkið hans.  Það er eins og það gleymist að það voru rúmlega 40.000 kjósendur sem skrifuðu undir beiðni til forsetans um að senda lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Er ekki með því gert lítið úr skoðunum 20% kjósenda?

Kjartan Sigurgeirsson, 23.2.2011 kl. 13:15

5 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Háir gerast nú hestar várir, varð bóndanum að  orði þegar hann komst ekki á bak sakir ölvunar.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 23.2.2011 kl. 13:59

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Heyrðu góði maður. Það voru yfir 40 þúsund manns sem báðu forseta okkar að taka völdin samkvæmt lögum. Hann er ekki einn. 

Valdimar Samúelsson, 23.2.2011 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband