1. des.

Í dag. 1. desember, er fullveldisdagur Íslendinga.  Þann dag varð Ísland fullvalda ríki, í konungssambandi einu við Dani, eins þótt þeir önnuðust framkvæmd vissra málaflokka í umboði Íslendinga.  Því væri mun eðlilegra, að þessi dagur væri þjóðhátíðardagur okkar en 17. júní.

Stúdentar, a.m.k. við Háskóla Íslands, minnast fullveldisdagsins jafnan með veglegri dagskrá.  Fer vel á því, enda voru það menntamenn umfram aðra, sem héldu uppi hinni pólitísku baráttu fyrir fullveldinu.  Hinu má þó ekki gleyma, að auðvitað átti sjálfstæðisbarátta okkar sér rætur í straumum sinnar tíðar í Evrópu.

En sem sagt, til hamingju með daginn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú, þegar Ísland er a.m.k. siðferilega gjaldþrota og við lifum síðustu ár íslenskrar tungu, - sem var gefin upp sem aðalforsenda sjálfstæðs ríkis, en bankarnir vilja afnema nú þegar, - er vert að minnast þess að kosningaþátttakan 1918 var 43% eftir að þjóðrembingsfullir ofstopamenn höfðu heilaþvegið 90þúsund manna þjóð og talið henni trú um að öll hennar vandamál væru öðrum að kenna, nefnilega Dönum, sem - Háskólinn í Kbh. - höfðu neitaði að taka gilda prófritgerð Þorsteins Gíslasonar með þeim orðum að engar íslenskar bókmenntir væru til eftir 1750 og dugði til að móðga alla þjóðina.

Strax þá og reyndar allt frá 1904 eða 1891 (Skúlamál) sýndi hin íslenska einstaklingshyggja sig m.a. í illvígum pólitískum og persónulegum árásum ráðamanna - síst betri en nú, sem með andhverfu sinni, pólitískum- og vina stöðuveitingum  sýndu og sýna enn að viðbættum stjarnfræðilegum glæpum  síðust tíma, að svo fámennt þjóðfélag einstaklingshyggjumanna, þar sem hver höndin er upp á móti annarri og allir - ekki bara 36%in - hugsa eingöngu um eigin hag, fær ekki staðist.

Sé ástæða nú til að flagga 1. des. þá væri það í hálfa stöng.

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 17:41

2 identicon

alla út með blöðrur í aftakaveðrum á 1 des! þetta er baráttumál!

ari (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 18:09

3 identicon

Sammála þessu, 1. desember er rétti dagurinn.

Gunnar Sigfússon (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband