"Hveragerði er heimsins besti staður."

IMG_2148

Þessa helgina fer fram sannkölluð blómahátíð í Hveragerði, undir heitinu "Blóm í bæ".  Og það eru orð að sönnu.  Bærinn er bólmum skrýddur og mikið um að vera.  Vestan við barnaskólann er stórt sölutjald með handverksmunum af ýmsu tagi, en norðan skólans hefur verið sett um lítið tívolí.

Á myndinni hér að ofan, sést hverngi gamli barnaskólinn hefur verið prýddur blómum.

 

 

IMG_2153

Við höldum okkur enn við gamla barnaskólann. Norðan við húsið eru sígild ævintýri í blómskreyttri mynd.  Hér gefur að líta Rauðhettu og úlfinn.

IMG_2155

Ef þið stækkið þessa mynd (með því að tvíklikka á hana) og athugið skreytinguna á svölunum, sjáið þið prinsessuna á bauninni, þ.e.a.s þá þekktustu þeirra.

IMG_2158

Hún sést betur á þessari mynd. Kannast einhver við svipinn?

IMG_2156

Hér má sjá dvergana sjö.  Mjallhvít hvílir í kistunni.  Er enginn prins í Hveragerði?

IMG_2167

Torgið í Hveragerði; samspil blóma og blaðra.

IMG_2170

Handverksfólk úr Hveragerði í óðaönn við að koma upp sölubásum í tjaldinu vestan við barnaskólann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband