Hreppskosningar yfirvofandi

Svo er að sjá, sem Fjórflokkurinn sé nokkrum ótta sleginn vegna þess mikla fylgis, sem Besti flokkurinn fær í skoðanakönnunum.  Og enda þótt hann bjóði aðeins fram í Reykjavík, fer ekki milli mála, að Fjórflokkurinn er farinn á taugum út um allt land.  Er það að vonum.

Sannleikurinn er nefnilega sá, að hvernig, sem telst upp úr kjörkössunum á laugardaginn kemur, er fylgi Besta flokksins í skoðanakönnunum rothögg á Fjórflokkinn.   Það á svo eftir að koma í ljós, hvort hann raknar úr rotinu.  En það gerir hann ekki, nema hann geri hreint fyrir sínum dyrum í öllum þeim spillingarmálum, sem frá honum hafa sprottið og reki úr sínum röðum, forystumenn, sem líta á sig sem „stjórnmálastétt" og telja skoðanir almennings sér óviðkomandi.  Þangað til slík hreinsun hefur farið fram, og það verður vitanlega ekki fyrir kosningarnar á laugardaginn, verður framboð Besta flokksins, að teljast eina alvöruframboðið í Reykjavík; hitt eru grínframboð.  Og raunar má Fjórflokkurinn um allt land  alvarlega hugsa sinn gang.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband