Össur Skarphéðinsson á villigötum

Fréttir um að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ætli sér að lauma í gegnum Alþingi frumvarpi, sem heimili honum leyfisveitingu til inn- og útflutnings á efnum sem nota má til framleiðslu efna-sýkla- og kjarnorkuvopna, vekja óneitnanlega ugg.

Frumvarpið mun tilkomið vegna hugsanlegrar koltrefjaverskmiðju Japana á Sauðárkróki.  Mun  Bjarni Ármannsson hafa verið viðriðinn þetta mál og er ef til vill enn. 

Frumvarpinu er ætlað að laða hingað til lands peninga frá japönskum bröskurum, þeirrar gerðar, sem kallaðir eru „fjárfestar".  Slíkir menn þóttu „fínn pappír" fram að haustdögum ársins 2008 og varla trefjanna virði.

Sú var tíð, að Össur Skarphéðinsson gaf sig út fyrir að vera lítt hrifinn að hernaðarbrölti.  Þeir sem þekkja gripinn munu þó lítt undrast sinnaskiptin, enda maðurinn ekki sérlega fastur fyrir.

Athygli verkur, að þrátt fyrir leyndina, sem yfir frumvarpinu hvílir, hafa mótmæli borist úr tveimur áttum, annars vegar frá Félagi lögreglumanna og hins vegar frá Amnesty International.  Vonandi bera þessir aðilar og fleiri, gæfu til að stöðva framgang þessa vítaverða frumvarps.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta finnast mér slæmar fréttir en vil þó heyra meira um málið áður en ég segi fleira. Vonandi verður hægt að reysa hér koltrefjaverksmiðju, án þess að bendla hana við vopnabrask.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.2.2010 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband