Fresta verður þjóðaratkvæðagreiðslunni

Enn á ný hefur þingskipuð sannleiksnefnd vegna hrunsins neyðst til að fresta birtingu skýrslu sinnar, að þessu sinni fram til mánaðarmóta febrúar/mars.

Þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave er fyrirhuguð 6. mars og því ljóst, að fólki gefst lítið tóm til að lesa skýrsluna fyrir atkvæðagreiðsluna, hvað þá heldur ræða hana.  Það er því eðlilegt, að uppi séu raddir, sem leggja til, að þjóðaratkvæðagreiðslunni verði frestað.  Er enda viðbúið, að ýmislegt komi fram í skýrslunni, sem haft geti áhrif að það, hvernig fólk verji atkvæði sínu í þessu viðamikla máli.

Mér vitanlega hafa engir tekið af skarið og mótmælt frestun þjóðaratkvæðagreiðslunnar, nema formenn þeirra flokka, sem mesta ábyrgð bera á hruninu, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.  Hvað óttast þessir menn, að fram komi í skýrslunni?  Formaður Samfylkingarinnar kýs að þegja þunnu hljóði varðandi þetta mál.  Tengist það ef til vill því, hversu iðnir ýmsir ráðherrar úr þeim flokki hafa verið við að leita sér aðstoðarmanna úr starfsliði Björgólfs Guðmundssonar í Landsbankanum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þeir voru sallarólegir yfir frestun skýrslunnar mánuðum saman en fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni um nokkra daga: Þá fara þeir af hjörunum. Þetta er borðleggjandi

Finnur Bárðarson, 28.1.2010 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband