Viðhorfskönnun um stofnun varalögreglu

Kannanir á viðhorfum almennings til ýmissa mála hafa á sér ýmsar hliðar eins og önnur mannanna verk.  Út af fyrir sig geta þær stuðlað að lýðræðislegri umræðu og þá hugsanlega ákvarðanatöku, þar sem tekið er tillit til vilja fjöldans.  Þetta er gott og blessað.  En sú skuggahlið er á slíkum könnunum, að þær geta leitt til þess, að ístöðulausir stjórnmálamenn, láti teyma sig út í einhvert fúafenið, bara til að geðjast almenningi.

 Viðhorfskannanir, þar sem greint er á milli kynja, sýna oftast, að konur leggja meiri áherslu á félagslegt öryggi en karlar.  Nú bregður hins vegar svo við, að þegar könnuð er afstaða almennings til stofnunar varalögrelgu, sem er draumur hægri manna allt frá Suðurgötuslagnum um rússneska drenginn árið 1921, þá vill svo til, að konur eru  mun hlynntari slíkri sveit en karlar.  Hvað veldur?  Það skyldi þó ekki vera, að meirihluti kvenna rugli saman lítt dulbúnu hernaðarbrölti og félagslegu öryggi?  Spyr sá sem ekki veit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband