Lánleysi lettneskrar fjölskyldu og rugl í kerfinu

Undarlegar fréttir berast nú af lettneskum hjónum, sem starfa hér á landi. Maðurinner smiður en konan starfar á leikskóla.  Það undarlega er, að bæði hafa þau atvinnuleyfi, en virðast hins vegar ekki fá framlengingu dvalarleyfis fyrir tvö börn sín, þriggja og fimm ára að aldri, m.a. með þeim afleiðingum, að börnin fá ekki inni á leikskóla.

Svo virðist, sem eitthvert möppudýrið í dómsnálaráðuneytinu eða hjá undirstofnun þess, útlendingastofnunni, hafi lesið reglugerðafarganið sér til óbóta.  Sjálfsagt er þetta mesta ágætis manneskja, þegar öllu er á botninn hvolft.  Það þarf bara að fara með viðkomandi í göngutúr suður með Tjörninni og spjalla í leiðinni við hana um lífið og tilveruna.  Ég hef nefnilega þá trú á mannskepnunni, að hún sé allajafna ekkert tiltakanlega grimm.  En hún á það til, að vera dulítið þröngsýn, einkum og sér í lagi, ef hún les yfir sig af reglugerðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Erlingsdóttir

Vildi óska þess að Þorgerður Katrín XD læsi þetta, hún sagði í sjónvarpinu að engar tölur bendi til fjölgunar barna erlends vinnuafls, þetta er ástæðan: börn eru ekki hluti af foreldrum erlends vinnuafls og erfitt að fá kerfið til að breyta þeirri skoðun, þetta ætti ÞKXD að kynna sér áður en hún ræðst af stalli sínum á aðra stjórnmálaflokka fyrir að vilja betri samtíð-framtíð fyrir erlent vinnuafl búandi á landinu.

Óska lettnesku fjsk alls góðs og auðvitað er þetta bara rugl og á að leiðrétta strax svo þau geti haft venjulegan dag en ekki þetta aukaálag vegna skriffinnsku og misskilnings starfmanns útlendingastofu 

Hjördís Erlingsdóttir, 21.4.2007 kl. 12:29

2 Smámynd: Sigríður Karen Bárudóttir

Heyrði af þessari fjölskyldu um daginn þegar tekið var viðtal við föðurinn í útvarpinu. Þau hafa verið dugleg að leggja fram öll vottorð og gögn sem farið hefur verið fram á en nú er málið þeirra búið að vera það lengi í vinnslu að vegabréf barnanna er að renna út. Þá er það notað gegn þeim: því miður ekki hægt að ganga frá þessu, vegabréfin eru að renna út! Ég hélt svona lagað gerðist bara í Suður Ameríku! Málið er tafið í skriffinsku þar til fólkið þarf að hröklast á brott. Mér finnst þetta ótrúleg saga sem ætti ekki að eiga sér stað í samtímanum. Þetta lyktar af því að fólkið eigi bara að koma sér héðan eins fljótt og hægt er. Skammarlegt!

Sigríður Karen Bárudóttir, 21.4.2007 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband