Vorið er komið

Jæja, þá er vorið komið.  Í dag fór ég út á göngustíg, sem liggur að húsinu til að klippa hekk.  Kemur þá ekki einn þríhjólariddarinn, með svona eitt æviár á hvert hjól.  Ég bauð pilti góðan dag.  Ekkert svar; hann hjólaði þögull fram hjá mér.

En sem hann hafði hjólað smá spöl, nam hann staðar og sagði við mig: „Ég er ekki maður."  Ég hváði.

„Ertu ekki maður? Hvað ertu þá?" spurði ég þann stutta.  Og svarið lét ekki á sér standa:

„Ég er krakki."

„En þú ert nú samt maður," leiðrétti ég.

En piltur sat fast við sinn keip: „Nei, ég er krakki." 

Svo reið hann sínu glæsta þríhjóli á vit vorsins og ævintýranna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband