Samkeppni fjölmiðla í tillitssemi?

Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær, var sagt frá bílslysi austur í Flóa og þess getið, að þá stundina væri verið að klippa tvær manneskjur út úr bifreið, er þar kom við sögu.

Nú er það svo, að margir eiga vini og ættingja, sem leið eiga um Flóann og hefur frétt þessi því valdið ýmsum kvíða og ótta.  Hvað lá á, að flytja fréttina?

Kunningi minn einn sagðist oft hafa samband við fjölmiðla vegna svona fréttaflutnings og jafnan fá það svar, að hér væri um samkeppni að ræða.  Sá fjölmiðill, sem fyrstur er með fréttina, er sem sagt bestur, samkvæmt þessari formúlu.  En geta fjölmiðlar ekki tekið upp samkeppni í tillitssemi?  Spurt er í ljósi þess, að fyrir ekki svo ýkja löngu var fréttaflutningur sem þessi af mörgum kallaður sorpblaðamennska.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband