Þurfa diplómatar ekki að tryggja eigur sínar?

Heyrst hefur, að skotið hafi verið inn í fjárlagafrumvarpið, 75.000.000 króna bótum til starfsmanns utanríkisþjónustunnar, vegna þess að listaverk, sem hann var að flytja til Ameríku, hafi eyðilagst í hafi.

Er þetta ekki misheyrn, eða eru starfsmenn utanríkisþjónustunnar undanþegnir því, að þurfa sjálfir að tryggja eigur sínar, hverjar svo sem þær eru?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kom fram í fréttinni að Utanríkisráðuneytinu beri að sjá starfsmönnum með flutningsskyldu fyrir gámaplássi þegar þeir flytja. Flutningsplássið er takmarkað en ekkert sagt um verðmæti innihaldsins. Það er svo stefna að kaupa engar auka tryggingar umfram skyldutryggingar en axla ábyrgðina ef að tjón verður.

Það er í sjálfu sér góð og gild stefna ef áhættan er í lágmarki, það er hún auðvitað ekki ef engar hömlur eru á verðmæti búslóða sem flutt eru.

Segi fyrir mína parta að ég væri ekki að flækjast með rándýra listmuni(ef ég ætti þá) milli landa í sjóflutningagámum.

Karl J. (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 01:20

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

Er ekki miðað við "venjulega " búslóð eða innbú ? Kannski 3-6 milljónir. Eru ekki

innbús tryggingar á því róli. Ekki neinar tveggja stafa tölur.

Hörður Halldórsson, 5.12.2011 kl. 20:12

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Eg hef lent í því að innúi var stolið- engar sannanir fyrir því- gast verið búin að selja það sagði VIS ! Þessi hefur væntanlega ekki þurft að senda kafara eftir sönnunargögnum --- ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 10.12.2011 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband