Enn um kristna trú og grunnskólana

Ekki veit ég, hvort þeir sem setja sig upp á móti kennslu í kristnum fræðum í grunnskólum, misskilja málflutning okkar, sem erum öndverðrar skoðunar, eða snúa vísvitandi út úr orðum okkar.  Sennilega er hvoru tveggja til í dæminu.

Ég fyrir mitt leyti, tel það ekki hlutverk skólanna, að stunda trúboð; þar eiga heimilin og einstök trúarsamtök að koma að málum.  En fram hjá hinu verður ekki litið, að íslensk menning er að svo verulegum hluta mótuð af kristinni trú, að án nokkurrar þekkingar á kristindómi verður hún vart skilin.  Að ætla sér að útiloka kristin fræði úr grunnskólum, er eins og að fjalla ekki um strandlengju landsins í landafræði Íslands.

Í umræðum um þessi mál er gjarnan blandað saman trúfélögum og einhverju, sem menn kalla "lífsskoðanafélögum".  Merking síðarnefnda orðsins er mér ekki fyllilega ljós.  Hygg ég þó, að notkun þess eigi sér þann tilgang, að draga úr mikilvægi trúar í mannlegu samfélagi.

Nú er það svo, að trú á guðdóm er flestum eðlislæg í einhverri mynd.  Vissulega skipar hún misjafnlega stóran sess hjá mönnum, en hún er samt til staðar hjá flestum.  Það breytir ekki því, að sumir hafna slíkri trú.  Vitanlega hafa þeir fullan rétt á því.  En það þýðir þó ekki, að sá agnar litli minnihluti eigi að geta hindrað eðlilega fræðslu um trú flestra landsmanna í grunnskólakerfi landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trú á guði er ekki eðlislæg, trúin er innprentuð; Td þú, þú værir múslími ef þú hefðir fæðst .. tja í Saudi, hindúi ef þú hefðir fæðst ..

Ef þú værir krissi í landi sem væri íslam, myndir þú sætta þig við að íslamskur meirihluti traðkaði á réttindum þínum og fjölskyldu þinni;

Að auki, þá eru ekki neinir guðir til; Þegar þú drepts, þá ertu dauður.. allar kirkjuheimsókninrar voru gagnslausar, sóun á tíma og peningum.. þú ferð í gröfina með heimskulegustu lygasögu allra tíma á bakinu; Sögu sem þú keyptir vegan þess eins að þú ert ekki sáttur við að vera dauður þegar þú ert dauður; Þú keyptir akkúrat þessa sögu vegna þess að þú fæddist þar sem þessi saga er innprentuð ílítil börn.. Já, þegar þú varst barn þá varstu heilaþvegin með þessari sögu, alveg eins og foreldrar þínir, afi þinn og amma.. allir fastir í þessari fáránlegu lygasögu.. sem er að auki innflutt erlend lygasaga

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 10:46

2 identicon

Sæll Pjetur.

Getur þú sagt mér hverjir eru að setja sig upp á móti kennslu í kristnum fræðum í grunnskólum og hverjir ætla sér að útiloka kristin fræði úr grunnskólum?

Berglind Óladóttir (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 13:03

3 identicon

Nú held ég að þú hljótir að hafa ruglast. Því ekki hef ég orðið var við að nokkur maður setji sig upp á móti fræðslu um trúarbrögð, og þá sérstaklega kristni. Veit ekki betur en að allir sé sammála um að grundvallarskilningur á því trúarkerfi og sögu þess sé öllum Íslendingum mjög mikilvægur. En ef þú finnur þess einhver dæmi að fólk berjist gegn slíkri fræðslu þá máttu endilega láta það fljóta með svona færslu svo að fólk geti betur áttað sig á því hvað þú átt við.

Kv: Haukur Ísleifsson

Haukur Ísleifsson (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 16:05

4 identicon

ef fólk er svona á móti trúnni getur það fólk ekki fengið sér heimakennara bara eða sent börn sín í einkaskóla og leift öðrum að læra þetta hefur þessi trú  sem er trú ekki prent helvíti eins og aðrir tala um einhvern tímann skaða barn  í mínum skóla var þetta bara fróðlegt en fjallaði aldrey beint um guð heldur meira semhengi man eftir fræðum í tímunum um til dæmis róm hvað kom guð ræm við í þessum tímum er margt guð aðalega en ekki eingöngu trúleisingjar eru heldur ekki til því þeir trúa bara öðru annars væri svart kringum þá

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband