Vísindi á villigötum

Oft verða vísindi líðandi stundar aðhlátursefni framtíðarinnar.  Í Mogganum í dag er sagt frá því, að vísindamenn hafi komist að því, að konur verði stöðugt fegurri í tímanna rás.  Segja þeir þetta helgast af því, að fagrar konur eignist fleiri börn, en hinar, sem sem ópenni hafi snoppu og búk.  Auk þess fullyrða hinir vísu menn, að fagrar konur eignist fremur dætur en syni.  Dæturnar erfa svo fegurð mæðra sinna. 

Þar sem hlutfall karla og kvenna er nokkuð jafnt, þýðir þetta auðvitað, að við karlar erum undan ljótum konum, sér í lagi, ef við eigum engar systur.  Kemur enda fram í rannsóknum þeim, sem fréttin styðst við, að fríðleiki okkar karla aukist ekki frá kynslóð til kynslóðar.

Í þessari frétt er vitnað í rannsóknir finnsks vísindamanns við Helsingiháskóla, að nafni Markus Jokela.  Einnig er þess getið í fréttinni, að þróunarsálfræðingur við London School og Economic, Satoshis Kanazawa, hafi komist komist að því, að fallegt fólk, karlar og konur, eigist fremur dætur en syni.

Það sem gerir rannsóknir sem þessar að aðhlátursefni er auðvitað það, að fegurð er afstæð.  Fyrr á öldum voru sólbrúnir kroppar t.d. viðurstyggð, a.m.k. í augum evrópskrar yfirstéttar.  Þá þóttu holdmiklar konur fagrar, en renglur þær, sem nú eru í tísku, töldust ljótari en allt sem ljótt var. Þær voru einfaldlega tákn um skort.

Æ, já, það er víst vissara, að taka fleiri s.k. vísindamenn með fyrirvara, en hagræðingana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi ekki kalla þetta vísindi, þetta er púra kjaftæði.
Við vitum náttlega báðir að í 100 manna hóp af vísindamönnum eru bara örfáir sem geta kallast alvöru vísindamenn

DoctorE (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 10:16

2 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Þetta minnir á íslenska brandarann um það af hverju íslenksar konur séu fallegri en breskar. Jú, víkingarnir rændu öllum fallegu konunum, en skildu þær ljótu eftir! Sumir taka þennan brandara sem vísindi, jafn mikil vísindi og brandarann um viðskiptavit íslenskra víkinga í nútíma.

Soffía Sigurðardóttir, 29.7.2009 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband