Réttarfar-ekki réttarfar

Fjórir ungir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, vegna rökstudds gruns um fjársvik að upphæð 50.000.000 króna.  Vonandi verður þetta mál til lykta leitt eftir eðlilegum leiðum innan dómskerfisins.

Ekki skal dregið úr alvarleika þessa máls.  Eigi að síður vaknar sú spurning, hvort piltar þessir hefðu verið settir bak við lás og slá, ef þeir hefðu haft sambönd innan stjórnmálaflokkanna.  Sérstaklega er þessi spurning eðlileg í ljósi þess, að meintir milljarðaþjófar spranga um sem frjálsir menn.  Er mögulegt, að glæpastarfsemi þeirra hefði náð að þrífast, nema í skjóli ákveðinna stjórnmálamanna?  Hvernig má það vera, að nú, um níu mánuðum eftir bankahrunið, skuli eignir þeirra ekki enn hafa verið frystar? 

Svari hver fyrir sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sylvía

og their eru væntanlega ekki synir neinna heldur...

Sylvía , 30.7.2009 kl. 09:03

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Þú veist líklega að það sem gerðist í hruninu og aðdraganda þess er sennilega bara smámunir miðað við þá spillingu sem er að eiga sér stað í dag, ekki að ég viti hver hún er en þetta er vaninn eftir svona hrun.

Einar Þór Strand, 30.7.2009 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband