Spilin á borðið í ríkisborgaramálinu

Sú var tíð, að Jónína Bjartmarz var helsta vonarstjarnan í þingliði Framsóknarflokksins.  Ýmsir töldu jafnvel, að það gæti orðið flokknum til bjargar, ef hún tæki við formennskunni af Halldóri Ásgrímssyni.  Svo fór þó ekki. 

Nú berast þær fréttir, að unnusta sonar umhverfisráðherrans, hafi fengið íslenskan ríkisborgararétt, eftir aðeins 15 mánaða dvöl á Íslandi.  Þar sem hún er ekki norræn, á hún lögum samkvæmt að hafa dvalið hér og haft lögheimili í 7 ár, til að geta öðlast íslenskan ríkisborgararétt.  Sérstakar aðstæður geta þó valdið því, að út frá þessum tímaskilyrðum sé brugðið. 

Í því tilfelli, sem hér um ræðir höfðu 38 manns sótt um ríkisborgararétt.  Útlendingastofnun mælti með 18 umsóknum en hafnaði hinum.  Þær umsóknir, sem hafnað var, lentu eigi að síður á borði alsherjarnefndar Alþingis, eins og lög gera ráð fyrir.  18 þeirra voru samþykktar, þ.á.m. umsókn unnustu ráðherrasonarins. 

Nú er því haldið fram í fjölmiðlum, að engar forsendur hafi verið fyrir því, að stúlkan fengi ríkisborgararétt; málið hafi einfaldlega fengið þessa afgreiðslu, vegna tengsla hennar við ráðherrann.  Þeir þrír þingmenn í allsherjarnefnd, sem afgreiddu málið, segjast annað hvort ekki ræða einstakar umsóknir eða bera við minnisleysi, séu þeir spurðir um málið.  Fyrra atriðið er ef til vill skiljanlegt í vissum tilfellum, en þetta með minnisleysið fær einfaldlega ekki staðist.  Eða á að trúa því, að ákvarðanir þingnefnda og  forsendur þeirra, séu ekki færðar til bókar?

Það getur vel verið, að eðlilegt hafi verið, að veita umræddri stúlku ríkisborgararétt.  En vegna aðstæðna, ber allsherjarnefnd að birta öll göng varðandi málið.  Að öðrum kosti verður að líta svo á, að hér sé um spillingarmál að ræða.  Fjölmiðlar verða hins vega að gæta þess að fara varlega í málum sem þessum, enda geta ýmsar persónulegar aðstæður haft áhrif á afgreiðslu mála sem þessara, og ástæðulaust að bera þær á torg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ég get ekki að því gert að mér finnst "skítalykt" af þessu. Ég þekki góða konu sem er ríflega fertug frá Sri Lanka sem sótti um íslenskan ríkisborgararétt  í vetur. Hún er menntaður bókasafnsfræðingur, hefur verið í íslensku í HÍ í 3 ár. Er búin að búa hérna 9 ár og unnið hörðum höndum og skilað sínu hér til þjóðfélagsins. Í hennar landi ríkir nú ófriður og ekki vænlegt að snúa til síns heimalands. Hennar umsókn hlaut ekki afgreiðslu! Er það ekki skrítið?

Sigurlaug B. Gröndal, 27.4.2007 kl. 09:36

2 identicon

Já! Páll Magnússon sestur í stjórnarformannsstól ... og með því er allt í lagi að greiða sjálfum sér náðarhöggið. Þetta vita framsóknarmenn. Nú eru síðustu forvöð.

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband