Hvað er mannorð þingmanns á milli vina?

Samkvæmt breytingum, sem samþykktar voru á þingsköpum undir lok þings, fá alþingismenn greidd gleraugu, heyrnartæki, krabbameinsleit og líkamsrækt sjá hér

Mörður Árnason gerði athugasemd við þetta og benti á, að almennir launþegar fá þessa hluti og þjónustu að hluta til greidda af stéttarfélögum sínum, sem þeir að sjálfssögðu kosta með félagsgjöldum.  Þingmenn fá hinns vegar allt greitt frá ríkinu.

Birgir Ármannsson, sem sæti á í þingskaparnefnd, svaraði þessum athugasemdum, með því að benda á, að þessar nýju reglur sköpuðu óverulegan kostnað.

Það má vel vera, að kostnaðurinn við þessi forréttindi sé óverulegur í krónum talið.  En hann kostar alla þá þingmenn, sem samþykktu þessi forréttindi, sjálfum sér til handa, annað sem þeim virðist ekki annt um.  Það kostar þá mannorðið! Hér má sjá hvernig atkvæði féllu: sjá hér

Ps.

Meðal annarra orða; hvers konar gleraugu gagnast siðblindu fólki og hverrar gerðar eru þau heyrnartæki, sem duga stjórnmálamönnum, sem heyra ekki rödd fólksins, sem hefur álpast til að kjósa þá?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður lifir víst í endalausum sjálfsblekkingum. Ein er sú að inn á alþingi veljist fólk sem er að hugsa um hag lands og þjóðar en ekki aumt sjálftökulið og mútuþægir sérhagsmunagæslumenn sem telja sig þá helst vera að gera gagn þegar þeir þrasa sem mest!   Mörður á þó heiður skilinn fyrir að reyna eitthvað að malda í móinn í þessu sem öðru. Öðrum virðist siðvæðingin eingöngu orð á munni til hátíðabrigða og atkvæðaveiða.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband