Óskiljanleg vinnubrögð Útlendingastofnunar

Vitanlega eru þess dæmi, að fólk freisti þess, að fá pólitískt hæli utan síns heimalands á fölskum forsendum.  Þá getur verið handhægt, að segja sig pólitískan flóttamann, sem hafi sætt pyntingum í heimalandi sínu.  En því miður eru þessi dæmi tiltölulega fá; í flestum tilfellum hafa þeir, sem sækja um pólitískt hæli fulla ástæðu til þess.

Það er með ólíkindum, að það skuli hafa tekið Útlendingastofnun sjö ár, að fjalla um mál flóttamannsins frá Íran, sem gerði tilraun til að brenna sig lifandi á skrifstofu Rauðakross Íslands um daginn.  Enn lygilegra er þó, að stofnunin skuli hafa krafist þess af manninum, að hann fengi vottorð upp á það, hjá írönskum stjórnvöldum, að þau hafi beitt hann pyntingum.

Telja yfirmenn Útlendingaeftirlitsins ef til vill, að böðlar gefi út nákvæm vottorð um starfsemi sína?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það tók hann enginn 7 ár það var búið að neita honum tvigang um hæli á innan tveimur árum frá komu hans til Landsins. því miður er það að verða svo að sumir sem koma hingað ætla sér að fá Landvistaleyfi með góðu eða íllu.þassi umrædi maður er búinn að fara í hungurverkfall og ég veit ekki kvað og kvað. Næst verður hann með sprengjubelti um sig eða eithver af þessum múslimum sem býða eftir Landvistaleifi.

Vilhjálmur Stefánsson, 10.5.2011 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband