Þarft blogg Ingibjargar Hinriksdóttur

Bloggið hennar Ingibjargar Hinriksdóttur frá 11. þessa mánaðar, sem sjá má hér, er í senn gleðilegt og átakanlegt.  Það er ánægjuefni, að í hópi almennra Samfylkingarmanna skuli vera til fólk með sjálfstæða hugsun.  Það er ekki of mikið af slíku fólki í stjórnmálaflokkum.  Hitt er dapurlegt, að forysuliðið skuli ekki hlusta á þá, sem hófu þá til vegs.  Um virðinguna læt ég ósagt; hana verða menn að skapa sér sjálfir.

Eins og fram kemur í skrifum Ingibjargar, er Jóhanna Sigurðardóttir eini stjórnmálamaðurinn, sem hugsanlega gæti leitt þjóðina út úr þeim ógöngum, sem hún er nú stödd í.  En til þess að svo megi verða, verður hún að hlusta á ákall Ingibjargar og fjölda annarra jafnaðarmanna, innan og utan Samfylkingarinnar.  Hún verður að hætta pukrinu og kynna þjóðinni stöðuna, eins og hún er.  Og hún verður að að sjá til þess, að eignir glæpaklíkunnar, sem ber höfuð ábyrgð á núverandi ástandi verði frystar.  Hver hefði t.d. getað ímyndað sér, að Ólafur Elton Ólafsson yrði látinn komast upp með það, að selja Icland Seafood úr landi?  Ég veit, að löggan er í fjársvelti, en er búið að selja handjárnin?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Þakka þér Pjetur . Ég hef í hyggju að fylgja þessu eftir í rólegheitum, nóg er af upphrópunum.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.8.2009 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband