Mælanleg hamingja

Jæja, þá hefur Lýðheilsustofnun slegið máli á hamingju landans í kreppunni.  Forstjóri stofnunarinnar kom í Kastljós í kvöld, sælleg kona og áköf í sínum „fræðum".  Kynnti hún niðurstöðu hamingjumælinganna, sem reyndist vera 7,8 af 10 mögulegum, eins og í barnaskólum.  Ekki var þess þó getið, hvort Lýðheilsustofnun hafði mælt hamingjuna í lengdarmetrum, þyngd eða ummáli.

Ég þekkti eitt sinn mann, sem taldi sig hafa farið á snið við hamingjuna í lífinu.  Hann átti það til, að skvetta í sig, sem kallað er.  Og það var segin saga, að á ákveðnu stigi drykkjunnar, horfði hann dreymnum augum fram fyrir sig, eins og hann sæi engil af himnum sendan, sér til upplyftingar og sagði:  "Ég vildi að ég ætti, þó ekki væri nema hálft kíló af hamingju".  Það brást ekki , að skömmu síðar seig glashöndin niður eftir stólnum og vinurinn hélt sína leið inn í draumalöndin. 

Þessi öðlingur átti sína drauma eins og allir aðrir.  En skynsemin forðaði honum frá því, að tala um hamingjuna sem mælanlega einingu, fyrr en á lokastigi langrar og strangrar drykkju.  Hann var túramaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir hljóta þá að skvetta laglega í sig á Lýðheilsustofnun.

Þorsteinn Briem, 18.8.2009 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband