27.7.2009 | 10:14
Hagfręšingar - hagręšingar
Ķ śtvarpsžętti sķnum Andrarķmum ķ gęrkveldi, leyfši Gušmundur Andri Thorsson hlustendum aš hlżša į žrjį stjórnmįlamenn lišinna tķma, svara žeirri spurningu Indriša G. Žorsteinssonar rithöfundar og ritstjóra, hvaš menn žyrftu helst aš hafa til aš bera, til aš eiga erindi į Alžingi. Stjórnmįlamennirnir voru: Bjarni Benediktsson, Eysteinn Jónsson og Lśšvķk Jósepsson. Hér var ekki um samręšur žessara manna aš ręša, heldur flutti hver žeirra stutt erindi um efniš.
Jafn ósammįla og žessir menn voru varšandi stjórnmįl, reyndust žeir žó allir sammįla ķ žessum efnum. Ķ stuttu mįli mį segja, aš skošun žeirra hafi veriš eftirfarandi:
Góšur žingmašur žarf aš hafa yfirgripsmikla žekkingu į žjóšlķfinu. Hann žarf ekki aš vera sérfręšingur į neinu sviši. Hins vegar žarf hann aš geta vališ sér hęfa sérfręšinga til aš leita įlits hjį, įn žess aš lįta žį vaša yfir sig. Žaš eru nefnilega žingmennirnir, ekki sérfręšingarnir, sem almenningur hefur kosiš til aš stjórna.
Žįttur Indriša G. sem žarna var endurfluttur, var upphaflega sendur śt į sjöunda įratug sķšustu aldar. Sķšan hefur mikiš vatn runniš til sjįvar og sérfręšingavaldiš aukist stórlega į kosnaš lżšręšisins.
En ķ hverju felst hin margrómaša sérfręši, žegar öllu er į botninn hvolft? Er ekki oft og tķšum, einfaldlega veriš aš innręta fólki įkvešnar hugmyndir? Allar mannlegar įlyktanir, hvort heldur viš sveipum žęr hįtimbrušum fręšum eša athafnir daglegs lķfs, byggja į forsendum sem viš höfum mešvitaš og ómešvitaš komiš okkur saman um. Aldrei hef ég heyrt sérfręšing senda frį sér įlit, nema śt frį eigin hugmyndaheimi, enda ekki viš öšru aš bśast. Sérfręšingarnir eru žvķ ķ raun ekki sérfróšir um nokkurn skapašan hlut; žeir eru einfaldlega talsmenn eigin hugmynda.
Einn įhrifamesti hópur sérfręšinga ķ nśtķma samfélagi eru s.k. hagfręšingar. Aldrei hef ég oršiš annars var, en žeir hagi mįlflutningi sķnum ķ samręmi viš eigin hugmyndir og jafnvel hagsmuni. Meš réttu ętti žvķ ekki aš kalla žį hagfręšinga, heldur hagręšinga, enda er žeirra hlutverk žaš eitt, aš hagręša sannleikanum eftir žörfum žeirra, sem greiša žeim laun og/eša eigin tilfinningu sem jafnan tekur į sig "trśarlegt" ķvaf.
Ég er ekki aš gagnrżna einstakar stéttir manna; žetta er spurning um mannlegt ešliš. Viš köllum okkur skynsemisverur en erum ķ raun tilfinningaverur. 99% įkvaršanna, sem viš tökum, mótast af tilfinningum. Žetta eina prósent sem eftir er, fer ķ, aš finna skynsamlegar lausnir į žvķ, aš fullnęgja tilfinningalegum žörfum okkar.
Flokkur: Stjórnmįl og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fyrir žetta ber aš žakka.
Žetta ętti aš endurflytja svona tvisvar į įri.
Viš upphaf hvers žings og svo fyrir Jólafrķ žingmanna.
Svo er kominn tķmi į aš endurskoša allt ķ strśktśr hinna mżkri mįla.
Hvernig ętli Kvenfręšingum śtskrifušum śr HĶ gangai ša fį vinnu ,,viš hęfi" ķ frjįlsa geiranum?
MArgt fl mętti skoša.
Mibbó
Bjarni Kjartansson, 27.7.2009 kl. 11:07
Įhugavert.
Hildur Helga Siguršardóttir, 28.7.2009 kl. 01:19
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.