Pílatus hefur þvegið hendur sínar og flokksins

Jæja, þá er Pílatus búnn að stinga höndunum í vatnslaugina eina ferðina enn.  Og valdi tímann til þess, blessaður karlinn, hefðinni trúr.  Í ljós hefur komið, að Guðlaugur Þór sló á þráðinn til tveggja vina sinna, öðrum í stjórn FL-Group og hinum yfirmanni hjá Landsbankanum og bað þá betla fyrir flokkinn.  Skömmu síðar lögðu umrædd fyrirtæki flokknum til tugi milljóna króna. 

Auðvitað hefur Guðlaugur Þór ekki grænan grun um, hvar vinir hans fengu peninga og hinn nýbakaði Pílatus Sjálfstæðisflokksins tilkynnir flokksmönnum, að nú eigi allir að vera ánægðir.  Hann hefur þvegið hendur sínar og flokksins.

Hvers vegna fæ ég það stundum á tilfinninguna, að stjórnmálamenn treysti því, að almenningur sé ekki alveg með öllu mjalla?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

 Góður

Ingibjörg Hinriksdóttir, 12.4.2009 kl. 23:05

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Almenningur er ekki með öllum mjalla.

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.4.2009 kl. 23:46

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þeir vita það mæta vel að fólk er fífl.

Bjarni Kjartansson, 13.4.2009 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband