Styrkir til stjórnmálaflokka

Fyrir nú utan það, að menn kasti samvisku sinni gjarnan á glæ í stjórnmálavafstri, þá kostar það sitt í peningum.  Það er því ekkert óðlilegt við það, að flokkarnir leiti fjárhagsstyrks hjá stuðningsmönnum sínum.  Hitt verður að teljast vafasamt, að fyrirtæki styrki flokkana fjárhagslega og ótækt með öllu, að opinberar stofnanir eða fyrirtæki, sem að meiri hluta eru í opinberri eigu, séu að spreða peningum í flokkana.  Sama gildir um félagasamtök, að nú ekki sé talað um verkalýðsfélög og félög atvinnukaupenda.  Einstaklingar eiga að vera einir um það, að styrkja stjórnmálaflokka fjárhagslega.

Nauðsynlegt er, að reglur um hámarksstyrki til stjórnmálaflokkanna sér virtar, en þær gera ráð fyrir 300.000 króna hámarki. Í ljós hefur komið að í utanríkisráðherratíð Valgerðar Sverisdóttur gaf ráðuneytið Framsóknarflokknum 90.000 krónur.  Valgerður bendir hins vegar á, að gjöfin hafi ekki verið til flokksins, heldur ungherjahreyfingar hans.  Sá siðferðisbrestur, sem fram kemur í svari frúarinnar, er í raun vandinn í hnotskurn. 

Fyrir nú utan það, hversu vítavert það er, að ráðuneyti styrki stjórnmálaflokka (og þá auðvitað flokk ráðherrans), þá býður þetta svar Valgerðar upp á þá túlkun, að 300.000 þúsund króna hámarkið sé afstætt.  Þannig sé hægt að styrkja flokkinn á landsvísu um 300.000 krónur, einstök kjördæmaráð og flokksfélög um sömu upphæð og jafnvel einstaka frambjóðendur líka.

Augljóst er, að skerpa þarf til muna reglur um styrki til stjórnmálaflokka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband