Hinir blindu kettlingar stjórnmálanna

Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú komist að þeirri niðurstöðu, að sú glæpa- og glæfrastarfsemi, sem þrifist hefur á Íslandi undanfarin ár, sé ekki stefnu hans, „frjálshyggjunni" að kenna, heldur misvitrum einstaklingum.  Skyldi maður kannast við tóninn!

Þegar glæpir kommúnísta blöstu við heimsbyggðinni, neituðu margir fylgismenn þeirrar stefnu, að horfast í augu við það sem gerst hafði.  Aðrir játuðu, að ekki væri allt sem skyldi.  En það var ekki stefnunni að kenna, heldur þeim ljóta skálki Stalín.  Þeim láðist að gæta þess, að menn eins og Stalín spretta ekki upp úr hvaða farvegi sem er.

Eins er það með auðhyggjuna, það er ekki sama, hvar henni er sáð.  Sjálfstæðisflokkurinn, fyrst og fremst, en einnig Framsóknarflokkurinn, plægðu akurinn.  Og þeir sáðu og uppskáru, eins og þeir unnu til.  Og svo öllu sé haldið til haga, þá tók Samfylkingin þátt í sáninunni í síðustu beðin á akri taumlausrar auðhyggju.  Það er því ánægjulegt, að sjá loksins hylla undir það, að jafnaðarmaður taki þar við formensku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kjarnyrrt og flott grein hjá þér Pétur eins og svo aft áður og mjög góðar samlíkingarnar hjá þér. 

Sérstaklega um syndir félaga Stalíns og hvernig hans náhirð tók þeim og svo aftur hálf þokukenndar syndajátningar Sjálfstæðismanna.

En það virðist vera eins hjá þeim og gömlu Sovét-kommunum, þeir trúa stefnunni sinni í blindni. 

Gott að þú tekur eftir því líka eins og ég að loksins standi til að gera jafnaðarmann að formanni Samfylkingarinnar.

Þessi flokkur stæði kanski frekar undir nafni ef hann hefði áttað sig á að gera það fyrr.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 14:42

2 Smámynd: TARA

Góð grein og þörf orð í tíma töluð...

TARA, 21.3.2009 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband