Framsókn á villigötum, enn sem fyrr

Hér um árið, þegar þjóðinni var lífsnauðsyn á að hægja á efnahagslífinu, keyrðu Framsóknarmenn í gegn 90% húsnæðislán.  Við þetta snarhækkaði fasteignaverð vitanlega og fólk anaði út í lántökur, sem það réð ekkert við. Nú súpa þúsundir manna seyðið af þessari kosningabrellu Framsóknarflokksins.

Og enn róa Framsóknarmenn á sömu mið.  Nú vilja þeir fella niður 20% af öllum skuldum landsmanna.  Hvort skyldi nú ráðdeildarfólki eða óráðsíumönnum koma það betur?

Hafa formannsskiptin ekki breytt neinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Þetta eru ótrúlegar og ótrúverðugar hugmyndir sem hafa verið kaffærðar af hverjum sérfræðingnum á fætur öðrum.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 2.3.2009 kl. 23:26

2 identicon

Annað hvort kannt þú ekki að lesa eða ert vísvitandi að fara með rangt mál... ég mælist til að þú kynnir þér málin betur í stað þess að vera með pólitíksar upphrópanir sem eru lygi og þvæla :)

Agnar (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 09:27

3 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Hvað er rangt við það sem Pjetur skrifar, Agnar? Fella niður 20% af skuldum! Ef eitthvað er rangt við þetta skaltu segja HVAÐ það er, ekki bara slengja fram fullyrðingum. Það er nóg að fá slíkt frá pólitíkusunum.

Þorgrímur Gestsson, 3.3.2009 kl. 12:06

4 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Þetta er nú ekki rétt það er verið að tala um 20% af húsnæðislánum og ákveðnum lánum fyrirtækja.

Annað hvenær var hægt að fá 90% lán af íbúð í Reykjavík það var hámarksupphæð í gangi þannig að það var einungis af minnstu íbúðum sem hægt var að fá 90% lán og það kom best þeim sem höfðu minnst milli handanna.

Það eru margir búnir að gleyma 12.000 störfunum það var mikið grín gert að þeim og sagt að þetta væri ekki hægt eins er með niðurfellingu um 20% hvaða að stærðargráðu erum við að tala um það er sú hækkun sem hefur orðið á vístölulánum síðan í ágúst sept 2008 það eru nú öll ósköpin.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 3.3.2009 kl. 13:44

5 Smámynd: corvus corax

Helv... framsóknarhyskið er við sama heygarðshornið og alltaf. Formaðurinn vælir yfir því að ríkisstjórnin geri eitthvað af eigin hvötum en ekki bara til að þjóna annarlegum hvötum framsóknarpakksins. Það er greinilegt að formaðurinn er að reyna að búa sér til ástæðu til að hlaupast undan merkjum og skríða inn um rassgatið á sjálfstæðisspillingarliðinu til að lifa þar næstu kjörtímabil eins og njálgur með heimþrá. Ef framsóknarfíflin sýna minnstu tilburði til að styðja sjálfstæðishyskið í ríkisstjórn verður það eigin dauðadómur framsóknarflokksins í næstu kosningum ...sem betur fer.

corvus corax, 3.3.2009 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband