Láta Samfylkingarmenn formanninn hugsa fyrir sig?

Þegar betur er að gáð varðandi framboðsmál Ingibjargar Sólrúnar, vekur það nokkra athygli, að hún skuli lýsa því yfir, að hún vænti þess, að Össur Skarphéðinsson bjóði sig fram í 3. sæti framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík og verði þar með í 2. sæti í suður- eða- norðurkjördæmi þar í hreppi.  Með leyfi; er talið upp úr kjörkössum Samfylkingarinnar að Sovéskum hætti?  Eða er skottið svo rækilega skorðað milli lappanna a Samfylkingarmönnum, að þeir láti formanninn segja sér, hvernig þeir eigi að raða á framboðslista?  Þess utan segir Ingibjörg Sólrún, að hún, Össur og Jóhanna séu mjög gott forystulið.  Og ég sem hélt, að Jóhanna Sigurðardóttir væri sú eina úr þessum hópi, sem almenningur hefði trú á.  En kannske eru stjórnmál almenningi óviðkomandi.  Hver veit?

Einnig hlýtur það að vekja nokkra athygli, að Ingibjörg Sólrún skuli láta hafa það eftir sér, að hún telji það gott fyrir heilsu sína að sitja áfram á Alþingi.  Nú hljóta allir að óska konunni góðs bata, en það breytir ekki því, að Alþingi er ekki heilsuhæli.  Allir sem þekkja til starfa þingsins vita, að það er vinnustaður, sem krefst þess, að hver maður leggji fram alla sína krafta.  Og þeir þurfa að vera ærnir.  Oft gagnrýnir fólk, að þingsalir standi auðir.  En þá gleymast nefndarstörf og önnur vinna, sem sem þingmenn hafa með höndum.  Það þarf einfaldlega fullfrískt fólk í slík störf.

Þráseta Ingibjarngar Sólrúnar Gísladóttur í pólitíkinni, þrátt fyrir þá staðreynd, að bæði flokksfélagar hennar sem og þjóðin treystir Jóhönnu Sigurðardóttur betur til forystu en henni, er óneitanlega farin að minna óþægilega á þaulestu Davíðs Oddssonar í Seðlabankanum.  Ef til vill er það ekki tilhæfulaust, þegar gárungarnir halda því fram, að Ingibjörg Sólrún sé Davíð Oddsson í pilsi.  Hver veit?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband