Verkalýðshreyfing=verkalýðsforysta?

Á forsíðu Fréttablaðsins i dag, getur að líta grein undir fyrirsögninni „Neyðarkall frá ASÍ vegna óðaverðbólgu."  Þar er m.a. vitnað í starfsmann Alþýðusambands Íslands, sem lætur hafa eftir sér: Verkalýðshreyfingin mun nú fara í sína grasrót og ræða með hvaða hætti hreyfingin tekur á þessu í febrúar."

Óneitanlega vekur þetta þá spurningu, hvort verkalýðshreyfingin sé launafólkið sjálft eða kjörnir forystumenn þess að viðbættum skrifstofumönnum verkalýðsfélaga og sambanda þeirra.  Það eitt, að tilefni sé til að velta slíku fyrir sér, er alvarlegt mál.  Tæpast er hægt að skella allri skuldinni á verkalýðsforystuna eða skrifstofumennina.  Er málið ekki einfaldlega það, að verkalýðurinn hefur fjarlægst svo eigin rætur, að hann skynjar sig, sem eitthvað allt annað en hann er?

Á tímum frönsku byltingarinnar var slagorð þriðju stéttar (sem reyndar var rúmt hugtak og spannaði borgara, verkalýð og bændur):, „Hvað er þriðja stétt?  Ekkert! Hvað vill hún verða? Eitthvað!

Hefur neysluhyggjan leitt íslenskan verkalýð út í þær ógöngur, að hann þurfi að huga að því, hvað hann í raun og veru er ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er einmitt hægt að skella skuldinni á verkalýðsforystuna. Á að skoða málin í febrúar ...hvaða ár? Verkalýðsforystan er handónýt til að vinna fyrir umbjóðendur sína, það hefur lengi verið vitað. Það eina sem verkalýðsforkólfarnir vinna að, passa upp á, tryggja betur, er umhugað um og beina öllu sínu afli í, er að passa sitt eigið rassgat og ofurháu launin sín sem klipin eru af þrælabótum umbjóðendanna. Þeir eru síðan á eilífum fundarferðum og lönsum og dinnerum á kostnað hinna sömu og gefa dauðann og djöfulinn í hagsmuni umbjóðenda sinna á meðan þeir komast upp með að lifa flottræfils-sníkjulífi á þeim. Verkalýðsforystan er ónýt, svo einfalt er það!

corvus corax, 28.8.2008 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband