Steinn Steinarr LXIII

Í síđustu viku var ég ađ velta ţví fyrir mér, hvers vegna opinberir ađilar gera ekkert til ađ minnast aldarafmćlis Steins, eftir allt tilstandiđ á tveggja alda afmćli Jónasar Hallgrímssonar áriđ 2007.  Auđvitađ hef ég ekki fundiđ á ţessu nokkra skýringu.  Ţó sakar ekki ađ velta málinu fyrir sér.

Vitanlega er ég ekki ađ agnúast út í hátíđarhöldin til heiđurs Jónasi; ţó nú ekki vćri.  Ţeir Jónas Hallgrímsson og Steinn Steinarr eiga ţađ sammerkt, ađ báđir vega ţeir ađ yfirvöldum síns tíma, hvor međ sínum hćtti.  Hjá Jónasi eru ţađ dönsk stjórnvöld, sem fá á baukinn, međan Steinn veitist ađ íslenskum stjórnarherrum og pólitíkusum, sem neđar stóđu í metorđastiganum, en langađi auđvitađ ósköpin öll upp á hćrri skör.  Ţađ er langt um liđiđ síđan Jónas dró fjađurpenna yfir örk.  Danskurinn er ekki lengur hér.  Aftur á móti sitja hér enn ađ völdum, a.m.k. í megin dráttum, sömu valdaöflin og Steinn hýddi háđuglega fyrir ekki svo löngu síđan.  Ţađ skyldi ţó ekki hugsast, ađ ţessi öfl telji, sjálfra sín vegna, best ađ breiđa ţögn yfir minningu Steins?  Enn spyr sá, sem ekki veit.  Hitt veit ég, ađ allt á sína skýringu, hvort heldur ţađ er gert eđa ógert látiđ.

Auđvitađ má ekki gleyma ţeim möguleika í ţessu sambandi, ađ stjórnmálamönnum hafi einfaldlega yfirsést aldarafmćli Steins.  Ef til vill veit enginn í menntamálaráđuneytinu eđa menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar, ađ Steinn Steinarr hafi nokkru sinni veriđ til.  Hann var jú ađ eigin sögn „ađeins til í eigin ljóđi."  Ţađ skyldi ţó aldrei hafa átt ađ taka ţau orđ skáldsins bókstaflega.  Hvađ veit ég, fáfróđur mađurinn?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Berjist ţeir og berjist,

brotni og sundur merjist,

sér hasli völl og verjist

í vopnabraki og gný.

Ţótt borgir standi í báli

og beitt sé eitri og stáli

ţá skiptir mestu máli

ađ mađur grćđi á ţví.

Ţetta er ábyggilega ekki rétt međ fariđ enda ritađ eftir minni en í mínum huga var Steinn  ekki byltingarsinni. Í mínum huga er hann skemmtikraftur. Hann gladdi okkur međ skáldskap sínum og međ Tímanum og vatninu fékk hann okkur til ađ hugsa um tilgangsleysi nútímans.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 22.8.2008 kl. 19:58

2 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Ég tek undir ţađ, Steinn var ekki byltingarsinni, ţ.e.a.s. í veraldlegum skilningi ţess orđs.  Aftur á móti skynja ég hann ekki sem skemmtikraft, ţó víst séu sum ljóđa hans skemmtileg aflestrar.  Í mínum huga var hann bođberi nýrrar hugsunar í íslenskri ljóđagerđ og raunar einnig hugsun manna á landi hér.

Pjetur Hafstein Lárusson, 22.8.2008 kl. 20:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband